fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íslenskir karlar að drukkna í vinabeiðnum föngulegra kvenna – „Það er verið að reyna að komast yfir fjármuni“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 20. janúar 2024 11:20

Varað er við því að samþykkja vinabeiðnir frá grunsamlegum Facebook reikningum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bylgja netsvika gengur nú yfir á samfélagsmiðlinum Facebook á Íslandi. Virðist sem svo sem svikunum sé aðeins beint gegn karlmönnum að þessu sinni.

DV hefur upplýsingar um að karlmenn hafi fengið fjölmargar vinabeiðnir frá föngulegum konum. Eða það sem virðist vera föngulegar konur. Þegar betur er að gáð er augljóst að um falsreikninga er að ræða. Myndirnar stolnar og nöfnin uppdiktuð.

Ólíkt fyrri svikabylgjum af þessu tagi eru flestar „stúlkurnar“ nú með íslensk nöfn. Virðist sem svo að netglæpamennirnir séu farnir að leggja meiri vinnu í að reyna að narra Íslendinga.

Sjá einnig: Jógvan að drukkna í vinabeiðnum frá „svakalega flottum dömum“

Fjárfesta eða ástarsvindl

Stefán Örn Arnarson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í fjármunabrota og peningaþvættisdeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hvetur fólk til að vera vakandi yfir samfélagsmiðlum sínum. Að fólk samþykki ekki vinabeiðnir frá fólki sem það kann engin deili á.

„Það er verið að reyna að komast yfir fjármuni. Annað hvort er um að ræða fjárfestasvindl þar sem fólki er boðið að fjárfesta. Eða ástarsvindl,“ segir hann.

Miðað við hvernig vinabeiðnirnar eru í þessari bylgju verður að teljast sennilegt að verið sé að reyna að lokka íslenska karlmenn í ástarsvindl.

„Fólk þarf að sýna heilbrigða skynsemi og heilbrigða tortryggni gagnvart öllu sem gerist á samfélagsmiðlum,“ segir Stefán. „Þessi brot eru aldrei gerð til gamans. Þau eru gerð í hagnaðarskyni.“

Skaði af því að samþykkja

Með því að samþykkja vinabeiðni frá netglæpamönnum er þegar búið að færa þeim mörg vopn í hendurnar og setja sig í mikla hættu á að verða fyrir auðkennisþjófnaði.

„Um leið og þú samþykkir vinabeiðni þá er viðkomandi kominn með miklar upplýsingar um þig. Hann gæti þar af leiðandi misnotað þær upplýsingar með ýmsum hætti,“ segir Stefán.

Netglæpamenn geta komist yfir myndir, vinalista, upplýsingar um maka, hvar maður var í skóla, hvar maður vinnur og svo framvegis. DV hefur upplýsingar um að í þessari bylgju sé verið að nota stolnar ljósmyndir af íslenskum konum.

Alltaf einhverjir sem samþykkja

Eins og áður segir koma svik sem þessi í bylgjum. Stefán segir að vanalega sé ekki hægt að setja fingurinn nákvæmlega á hvaða bylgja sé í gangi eða hverjir séu á bak við hana.

„Þetta er sent á mjög marga í einu. Því miður eru alltaf einhverjir sem samþykkja. Oftar en ekki eru einhverjar afleiðingar af því,“ segir hann.

Netglæpir sem þessir eru iðnaður í dag og margir aðilar á markaðinum. Þeir geta verið staðsettir hvar sem er í heiminum og brotin eru landamæralaus. Þá er einnig ómögulegt að segja hvernig netglæpamennirnir velja úrtak sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti