fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Barnavernd á Akureyri braut gegn móður í harðri forsjárdeilu – Drengur á milli steins og sleggju

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 15:00

Harðvítugar deilur stóðu yfir um margra ára skeið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir drengs vann mál þann 11. desember gegn Akureyrarbæ vegna framgöngu starfsmanna Barnaverndar Eyjafjarðar. Í nafni neyðarvistunar var drengurinn fjarlægður úr vist hjá henni og komið fyrir hjá föður.

Málið á sér langan aðdraganda og lýsir sér í mjög harðvítugum deilum á milli móður drengsins og föður í kjölfar sambandsslita árið 2014. En þau áttu saman einn dreng.

Barnavernd Eyjafjarðar hafði fyrst afskipti af málinu árið 2014 eftir að faðirinn tilkynnti hótanir móður símleiðis sem drengurinn hafi mögulega getað heyrt. Þá voru þau með sameiginlega forsjá en hann bjó hjá móður sinni. Gerð var könnun um andlegt ofbeldi en málinu lokað.

Var móðirin ósátt við föðurinn vegna sambandsslitanna og taldi hann ófæran um að virða samkomulag um umgengni. Síðar tók hann saman við aðra konu og slóst í brýnu á milli þeirra áfram. Meðal annars urðu átök á milli kvennanna.

Tók fast í hönd móður

Árið 2015 hafði Barnavernd aftur afskipti eftir tilkynningar frá lögreglu um að móðirin væri að áreita þau og hafi haft upp sjálfsvígshótanir.

Var þá tekið viðtal við drenginn þar sem honum sagðist líða vel hjá báðum foreldrum. Það væri þó pirrandi að móðir hans væri alltaf að spyrja hvort að faðir hans væri með konum og að foreldrum hans kæmi illa saman. Sagði hann að faðir sinn hefði í eitt skipti meitt móður sína með að taka fast í höndina á henni.

Fulltrúar skóla drengsins höfðu áhyggjur af því að hann mætti sífellt seint, sinnti ekki heimalestri og kæmi dag eftir dag í sömu fötum.

Fluttu til Reykjavíkur

Deilurnar héldu sífellt áfram og Barnavernd mat það svo árið 2015 að ástandið væri óviðunandi og stefndi eðlilegum þroska hans í hættu. „Þörf væri á frekari stuðningi og heppileg úrræði til verndar drengnum væru ekki augljós án inngripa, ef átökum linnti ekki,“ eins og segir í dóminum.

Reynt var að ná samkomulagi við móður að drengurinn flytti til föður um stund en hún sætti sig ekki við það.

Flutti hún til Reykjavíkur með drenginn sem var þá kominn í umdæmi annars barnaverndarembættis. Barnavernd Reykjavíkur komst hins vegar að því að líðan drengsins, umhirða og aðbúnaður væri góður hjá móðurinni.

Þetta var hins vegar skammlíft því að árið 2016 fluttu þau aftur norður og ballið byrjaði að nýju.

Sváfu sífellt yfir sig

Faðirinn og kona hans sendu sífelldar tilkynningar um áreiti móðurinnar. Árið 2016 fengu þau nálgunarbann sem var framlengt ári seinna. Einnig höfðaði faðirinn forsjármál og hóf Barnavernd þá könnun á málinu á ný.

Á þessum tíma var mikil afturför hjá drengnum í skólanum. Að sögn talsmanna skólans þurfti stundum að hringja til að vekja móðurina og drenginn þegar skólinn væri byrjaður á morgnanna.

Í viðtali við Barnavernd viðurkenndi móðirin að eiga erfitt með skap sitt og bað um aðstoð við að vinna úr reiði og hegðunarvanda í garð föðurins. Var henni boðin sálfræðiaðstoð sem hún þáði ekki þegar á hólminn var komið.

Var hræddur við móður sína

Árið 2017 kærði móðirin föður fyrir líkamsárás. Hann viðurkenndi að hafa ýtt henni en ekki frekara ofbeldi en það.

Áhyggjur jukust um geðræna heilsu móðurinnar, meðal annars eftir viðtöl Barnaverndar við drenginn.

„Eitt skiptið hafi hann sagst hafa verið hjá sambýliskonu föður og þá hafi stefnandi haldið honum og öskrað að hann væri ekki sonur hennar. Hann hafi orðið „pínu hræddur“. Sagði hann þetta ekki gerast oft, en stundum sé hún leiðinleg og hann verði hræddur,“ segir í dóminum.

Þetta ár var reynt að fá móðurina til að þiggja geðræna aðstoð.

Vildi ekki þiggja geðræna aðstoð

Í byrjun árs 2018 ákvað Barnavernd að aðstæður drengsins væru óviðunandi og vildi vista hann hjá föður í tvo mánuði. Móðirin mætti ekki á fund þann 16. janúar en mætti með lögmanni sínum á aukafundi viku seinna. Þar féllst hún á vistun drengsins hjá föður og að hún myndi þiggja sálræna aðstoð.

Var þá komið á viku og viku umgengni sem virtist ganga vel. Hún þáði þó ekki geðræna aðstoð.

Undir lok ársins fór aftur að halla undan fæti í samskiptum og þann 21. janúar var henni tilkynnt og það borið undir hana að drengurinn yrði vistaður hjá föður. Hún hafnaði því. Degi seinna tilkynnti faðirinn að móðirin hefði hótað honum símleiðis og setið um hús systur hans sem passaði drenginn.

Þann dag, 22. janúar, ákvað Barnavernd að úrskurða neyðarráðstöfun um að koma drengnum í umsjá föður. Í febrúar kærði Barnavernd svo móðurina fyrir barnaverndarbrot.

Drengurinn strauk sífellt

Margt gerðist í málinu árið 2019. Meðal annars fékk móðirin skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir ítrekuð brot gegn nálgunarbanni gegn föður og konu hans, hótanir og minniháttar líkamsárás.

Í apríl tilkynnti móðirin að ef forsjá drengsins yrði falin föður myndi hún ekki vilja hafa neina umgengni við drenginn. Þá ákvað Barnavernd að gera kröfu um vistun drengsins utan heimilis hennar og gera kröfu um forsjársviptingu.

Húsnæði Barnaverndar Eyjafjarðar að Glerárgötu á Akureyri.

Þrátt fyrir þetta hélt drengurinn áfram að fara heim til hennar. Að lokum gafst faðirinn upp og treysti sér ekki til að hafa drenginn hjá sér.

Þann 3. júní var drengurinn sóttur sóttur af starfsmönnum Barnaverndar ásamt lögreglu. Allt fór friðsamlega fram. Var honum komið fyrir í fóstri á leyndum stað.

Í sama mánuði féll dómur í forsjármálinu og var föður falin forsjá og móður ekki veittur umgengnisréttur.

Drengurinn strauk hins vegar úr fóstri og hafði samband við móður. Hún byrjaði þá að áreita fósturforeldra. Á endanum fór hann til föðurins.

Lítið gerist fram til ársins 2021 þegar Sýslumaður úrskurðaði að móðir fengi umgengnisrétt. Ári seinna höfðaði hún forsjármál en því var lokið með því að gerð var dómsátt um að forsjá yrði áfram í höndum föður en hún hefði umgengnisrétt til helminga. Fram kemur að umgengni hefði gengið ágætlega frá úrskurði Sýslumanns árið áður.

Tengsl lögmanns föður við Barnavernd

Í júní árið 2019 hafði móðirin kvartað til Barnaverndarstofu vegna athafna starfsmanna Barnaverndar. Að henni hefðu ekki verið afhent gögn og starfsmenn ekki svarað spurningum hennar. Í mars árið 2022 krafðist hún bóta vegna málsins.

Kæra móðurinnar var byggð á því að skilyrði neyðarvistunar hefðu ekki verið til staðar. Hafi yfirmaður þeirra starfsmanna sem tóku ákvarðanir um vinnslu málsins, svo sem neyðarvistun, jafn framt verið lögmaður föðursins í forsjármálinu.

Neyðarúrræði má aðeins nota í neyð

Dómari Héraðsdóms Norðurlands eystra féllst á þetta. Taldi hann ótækt að ákvörðun um neyðarráðstöfun, þar sem almennum málsmeðferðarreglum sé vikið til hliðar, væri beitt á grundvelli upplýsinga sem Barnavernd hafi búið yfir um tveggja mánaða skeið.

„Úrræðið er hugsað sem neyðarúrræði þar sem forða þarf börnum tafarlaust úr óviðunandi aðstæðum sem þeim steðjar  bráð hætta af og bið eftir fundi barnaverndarnefndar þykir því ekki tæk,“ segir í dóminum.

Ekki heldur var fallist á að móðir hefði þvertekið fyrir samvinnu við Barnavernd eins og haldið hafi verið fram.

Var Akureyrarbæ gert að greiða henni 1,25 milljónir króna í miskabætur. Skaðabótakröfu um varanlegt tjón var hins vegar hafnað. Fékk hún gjafsókn greidda úr ríkissjóði, 2,5 milljón krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi