fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Áfram skýr merki um landris – Mjög mikil hætta innan Grindavíkur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 13:48

Frá Grindavík 13. nóvember 2023. Mynd/DV-KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landris heldur áfram við Svartsengi og er áfram metin mjög mikil hætta innan Grindavíkur. Þetta kemur fram í uppfærslu Veðurstofu Íslands Íslands í dag vegna stöðunnar á Reykjanesskaganum.

Í gær var greint frá því að áfram séu skýr merki um landris undir Svartsengi og virðist sú þróun halda áfram. Enn er þó of snemmt að fullyrða um hraðann á landrisinu þar sem stutt er síðan gaus á svæðinu.

Að sögn Veðurstofunnar er verið að meta gögn frá GPS mælum til að fá heildarmat á stöðuna. Aflögun virðist þó vera svipuð og eftir eldgosið 18. desember.

„Um 200 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn síðan í gær, sá stærsti 1,4 að stærð. Tæplega 70 smáskjálftar frá miðnætti. Þetta eru færri skjálftar en mældust deginum áður. Veðrið hefur haft áhrif síðustu daga en samt er búið að draga úr fjölda skjálfta. Áfram er hætta mjög mikil innan Grindavíkur í tengslum við sprungur og að jarðvegur hrynji ofan í þær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök