fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Þórhildur Sunna segir skort á forsjálni hjá ríkisstjórninni – ,,Eins og ríkisstjórnin hafi ekkert gert til þess að undirbúa sig fyrir það versta sem gæti gerst”

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þrátt fyrir að nú hafi þessi sviðsmynd legið fyrir í lengri tíma þá er eins og ríkisstjórnin hafi ekkert gert til þess að undirbúa sig fyrir það versta sem gæti gerst og hefur nú gerst og ákveðið þess í stað að vona bara það besta,”

segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.

Segir Þórhildur Sunna í færslu á Facebook að það hafi verið átakanlegt að horfa á íbúafund Grindvíkinga með fulltrúum ríkisstjórnarinnar og öðrum aðilum sem hafa með málefni Grindavíkur að gera í gærkvöldi.

„Þar sátu forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innviðaráðherra fyrir svörum en gátu ekki svarað spurningunni sem brann á öllum fundargestum: hvenær verðum við skorin úr snörunni? Hvenær fáum við svör um framtíðarhúsnæði? Hvenær ætlið þið að veita okkur öryggi?“

Segir Þórhildur Sunna að liðnir séu tveir mánuðir frá því að Grindavíkurbær var rýmdur og frá því að fyrir lá að mögulega myndi sú rýming standa yfir í mjög langan tíma.

„Hvernig á annars að lesa í það að ríkisstjórnin kjósi að kalla þing ekki saman fyrr til þess að samþykkja uppkaup á íbúðum og tryggja varanlegt húsnæði fyrir alla Grindvíkinga? Hvernig á annars að lesa í það að beiðni mín frá því á sunnudag um að halda að minnsta kosti fund með fjármálaráðherra í Efnahags- og viðskiptanefnd um fjárhagslega stöðu Grindvíkinga fæst ekki uppfyllt fyrr en á fimmtudaginn?

Það var lýsandi fyrir þennan skort á forsjálni ríkisstjórnarinnar að heyra fjármálaráðherra svara Kristínu Lindu sálfræðingi á þá leið að ríkisstjórnin hefði einbeitt sér að því að hanna skammtímaúrræði fyrir Grindvíkinga vegna þess að þau voru öll að vona að ekki yrði þörf fyrir langtímaúrræði.“

Segir Þórhildur Sunna að nú sé mál að linni og að ríkisstjórnin gefi það út strax að hún ætli að fylgja tillögu Vilhjálms Árnasonar þingmanns og íbúa í Grindavík og kaupa út þá sem það kjósa.

Sjá einnig: Vilhjálmur í öngum sínum: „Ég er dofinn yfir þessu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök