fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Ragnar Þór um leigufélagið Ölmu – ,,Hlýtur að vera einhver sérstakur staður fyrir fólk sem hagar sér ítrekað með þessum hætti”

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur,”

segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. 

Ragnar Þór segir þessi orð ekki standast í ljósi þess að Alma leigufélag hafi sent öllum leigjendum sínum í Grindavík greiðsluseðil fyrir janúarmánuð. „Og segja ekki koma til greina að gefa þær greiðslur eftir, sem samskipti Ölmu við leigjendur staðfesta.“

Leigufélagið Alma skipti um skoðun eftir fjölmiðlaumfjöllun

„Leigufélagið Alma þverneitaði að losa fimm manna fjölskyldu úr Grindavík undan leigusamningi eftir að henni bauðst stærri og hentugri íbúð. Þegar vakin var athygli á málinu opinberlega skiptu stjórnendur félagsins um skoðun og ákváðu að gefa eftir,“ segir Ragnar Þór.

Vísar hann þar til máls Rebekku Saidy og fjölskyldu hennar sem DV greindi fyrst frá í gær. Rebekka greindi frá því að hún hefði óskað eftir að losna undan leigusamningi við Ölmu leigufélag þar sem fjölskyldunni bauðst stærri og hentugri íbúð, en fékk þvert nei sem svar. Rúmlega þremur klukkustundum eftir að frétt DV birtist greindi Rebekka frá að henni hefði borist svar frá leigufélaginu þar sem henni var boðið að skila íbúðinni þegar henni hentaði. Var þess einnig farið á leit að hún myndi taka út færslu sína á Facebook um málið.

Sjá einnig: Leigufélagið Alma neitar að losa grindvíska fjölskyldu undan leigusamningi – „Fyrirtæki þar sem eiginhagsmunasemi og græðgi ræður ríkjum“

„Meintur stuðningur eigenda Ölmu til Grindvíkinga nær ekki lengra en það að ekkert fæst í gegn nema vakin sé athygli á því opinberlega og sú umræða sé nægilega neikvæð.  Það hlýtur að vera einhver sérstakur staður fyrir fólk sem hagar sér ítrekað með þessum hætti eftir að jarðvist þess lýkur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“