fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Kínverjar skoða möguleika á beinu flugi til Íslands – „Vonum að það verði senn að veruleika“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sendiráðið hér er að skoða möguleika á að opna á beint flug,“ segir He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Kínverskum ferðamönnum sem heimsækja Ísland heim hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og segir Rulong í viðtalinu að fjöldi umsækjenda um vegabréf til Íslands hafi þegar farið fram úr fjöldanum árið 2019 sem þá var metár.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rætt um beint flug á milli Íslands og Kína en til stóð að hefja flug milli landanna vorið 2020. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar varð ekkert af þeim áformum.

Markaðurinn virðist sannarlega vera til staðar en árið 2019 heimsóttu 139 þúsund kínverskir ferðamenn Ísland, eða 380 á degi hverjum að meðaltali.

Rulon segir við ViðskiptaMoggann að vandamálið núna sé það hvað íslenska sendiráðið í Peking er fáliðað við að afgreiða umsækjendur um vegabréf til Íslands.

„Ísland hefur bætt við starfsfólki í sendiráðið ytra en samt dugir það ekki til. Svo að ég tel að það sé mikið svigrúm til að fjölga ferðamönnum frá Kína á Íslandi,“ segir hann í viðtalinu.

Rulon bætir við að hann hafi verið í Kína í september og rætt við yfirmann flugmála í Kína, Song Zhiyong, og fengið fullvissu um að hann myndi styðja heilshugar samkomulag við Ísland um beint flug.

En á þessari stundu er vandamálið ekki tengt stjórnvöldum enda eru í gildi tíu flugréttindi milli landanna. Slíkt flug ætti að bera sig á viðskiptalegum forsendum. Við vonumst því til að sjá fleiri Kínverja fá vegabréfsáritun til að koma til Íslands svo að þeir geti fyllt vélarnar þegar opnað verður fyrir flugið, enda munu flugfélögin þurfa að gera fýsileikakönnun. Við vonum að það verði senn að veruleika,“ segir hann.

Rulong ræddi þetta sama mál við RÚV í lok júlí í fyrrasumar og sagði þá að raunhæft væri að hefja beint flug á milli landanna innan næstu fimm ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti