fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Hættulegur drengur eða bara alls enginn hakkari? – „Ég held ég hafi aldrei unnið að neinu efni sem hefur reynt eins andlega á mig“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 22:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeild dönsk heimildarmynd í fjórum hlutum var á dögunum frumsýnd hjá Stöð2. Myndin kallast A Dangerous Boy, eða hættulegur drengur, og fjallar um Sigurður Þórðarson sem er þekktur hér á landi undir viðurnefninu Siggi hakkari.

Myndin hefur verið gagnrýnd fyrir að varpa upp glansmynd af Sigga hakkara sem hefur ítrekað verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum mönnum sem og fyrir umfangsmikla fjársvikastarfsemi. Þeim kenningum er varpað fram að Siggi sé í raun þolandi fordóma fyrir samkynhneigð sína og lagður í einelti af yfirvöldum fyrir að hafa afhjúpar viðkvæmar persónuupplýsingar um áhrifamenn í íslensku samfélagi þegar hann var táningur.

Því er borið við að Wikileaks hafi misnotað tölvuhæfileika hans til að láta hann fremja fyrir sig glæpi og svo reynt að þagga niður í honum með því að fá rannsóknarblaðamönnum til að grafa upp skít um hann.

Ekkert reynt eins mikið á og Siggi hakkari

Blaðamaður Heimildarinnar, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, vakti gífurlega athygli árið 2021 þegar hann fékk Sigga til að gangast við því í viðtali að hafa logið að alríkislögreglunni í Bandaríkjunum. Til stóð, og stendur mögulega enn, að leiða Sigga fram sem lykilvitni í máli bandarískra yfirvalda gegn blaðamanni WikiLeaks, Julian Assange, en með vitnisburði Sigga vonast bandarísk stjórnvöld til að svipta Assange þeirri réttarvernd sem blaðamenn njóta í störfum sínum með því að sýna fram á að hann sé í raun tölvuglæpamaður og njósnari.

Bjartmar mætti í Rauða Borðið hjá Samstöðinni og ræddi um kynni sín af Sigga sem hann getur hreinlega ekki mælt með.

„Þetta er bara andlega þreytandi. Ég held ég hafi aldrei unnið að neinu efni sem hefur reynt eins andlega á mig,“ sagði Bjartmar um kynni sín af Sigga. Hann tók ítarleg viðtöl við hann og þurfti virkilega að vanda sig að gæta hlutleysis, enda hefur Siggi verið sakfelldur fyrir alvarleg brot gegn drengjum í viðkvæmri stöðu.

„Þetta var bara erfitt, virkilega erfit,“ sagði Bjartmar og bætti við að hans upplifun sé sú að Siggi geri sér enga grein fyrir þeim afleiðingum sem brot hans hafa. Hann trúi því að hann hafi ekki gert neitt rangt og neiti að taka ábyrgð, jafnvel þó hann hafi endað í fangelsi.

Sennilega engin hakkari

Fram hafi komið í þeim dómum sem hafa fallið gegn Sigga að hann er haldinn jaðarpersónuleikaröskun. Í reynd kemur það fram í áðurnefndri heimildarmynd þar sem Siggi gengst við því að hafa logið að leikstjóra, þó hann taki fram að það hafi varðað atriði sem skipti litlu sem engu í stóra samhenginu. Bjartmar var meðvitaður um hversu gjarn Siggi er á að ljúga og gætti þess að sannreyna nánast hvert orð áður en hann birti það. Í raun sé það þannig að Siggi ljúgi svo mikið að hann í raun komi sjálfur upp með lygarnar þegar þeim hættir að bera saman.

Bjartmar gengur það langt að draga í efa um að Siggi sé einhver afburðar-hakkari. Mögulega jafnvel hreint enginn hakkari. Siggi hafi séð um samskipti við sjálfboðaliða WikiLeaks sem margir voru hakkara. Svo hafi Siggi sett þessum hökkurum fyrir verkefni sem þeir svo framkvæmdu.

Siggi hafi sjálfur montað sig af tilteknum tölvuinnbrotum en þegar betur var að gáð varðaði það kerfi sem hann hafi raunverulegan aðgang að og þurfti ekki að beita útsmognari brögðum í því broti en að hreinlega skrá sig inn með notendanafni og lykilorði.

Þeirri mynd er varpað upp í heimildarmyndinni að Siggi hafi verið háttsettur innan WikiLeaks og í mikilli ábyrgðarstöðu. Bjartmar segir þetta í engan takt við raunveruleikann en hann hafi rætt við marga og skoðað mikið af gögnum sem sýni þvert á móti að Siggi hafi verið sjálfboðaliði eins og aðrir og tekið að sér minni viðvik.

Siggi hafi montaði sig af því að hafa brotist inn í kerfi forsætisráðuneytisins, en enginn þar kannist við að slíkt innbrot hafi átt sér stað. Dæmin séu svo fleiri. Til dæmis hafi Siggi haldið því fram að hann hafi hlerað síma íslenskra þingmanna, en ekki útskýrt hvernig honum hafi tekist það, hvar upptökurnar sér að finna, eða nokkuð gert til að sanna þessa fullyrðingu sína.

„Það er ekkert sem bendir til þess að hann sé sjálfur að hakka,“ sagði Bjartmar. Meðal annars hafi hann séð gögn þar sem Siggi óskar eftir aðstoð við að búa til heimasíðu og jafnvel hafi hann beðið bandarísku alríkislögregluna um leiðbeiningar um hvernig hann eigi að ná mynd úr símanum sínum svo hann geti sent hana. Þetta ætti að vera nokkuð sem ætti að vera leikur einn fyrir hakkara.

„Við skulum segja að hæfni hans þegar kemur að tölvukunnáttu var afar takmörkuð.“

Notaði orðsporið til að ógna og hóta

Engu að síður hafi Siggi gengist upp í því að vera þekktur sem hakkari og meðal annar notað það til að brjóta gegn þolendum sínum með því að hóta þeim að hakka sig inn í kerfi hins opinbera og hreinlega láta þá hverfa, kennitölu, bankareikning og allt.

Hann hafi eins logið því að eiga endalaust af peningum og lofað þolendum gull og grænum skógum eða vellaunaðri vinnu hjá fyrirtækjum sínum. Þetta hafi þó verið þvæla. Siggi hafi vissulega haft aðkomu að fjölda fyrirtækja en þá sem svokallaður útfararstjóri. Útfararstjóri í þessu samhengi er aðili sem fær greitt fyrir að taka við fyrirtækjum sem eru nánast komin í þrot. Hann þarf svo að halda þeim lifandi nógu lengi fyrir upprunalega eigendur til slíta allri aðkomu svo yfirvofandi þrot verði ekki tengt við þá.

Siggi nýtti sér þessi hálfþrota félög með því að leysa út eins mikið af mat og vörum og hann mögulega gat í reikning vitandi að þetta yrði aldrei greitt.

„Þetta er nokkra kílómetra löng slóð fjársvika,“ sagði Bjartmar og tók fram að Siggi hafi í samtali þeirra gengist við því að kunna að spila á íslenska kerfið. Hann viti alveg hvað hann er að gera og hafi sagt beinum orðum að kerfið hér sé of auðvelt til að misnota það ekki. Bjartmar veit til þess að rannsókn sé enn í gangi á sviðinni jörð Sigga, þó hann furði sig á seinagangi við að gefa út ákæru.

Ekki vottur af eftirsjá eða samúð

Varðandi afstöðu Sigga til brota sinna segir Bjartmar skuggalegt að hugsa til hennar.

„Þetta er svo kalt. Þetta er eins og það sé verið að skrifa fréttatilkynningu frá stórfyrirtæki. Það er engin samúð þarna. það er ekki vottur af því að hann sé að óska eftir fyrirgefningu eða neitt.“

Siggi átti sig þó á því hvenær hann þurfi að sýna tilfinningar, en þá hreinlega setur hann þær á svið. Bjartmar segir þetta svo skuggalegt að þrátt fyrir að hafa farið til Úkraínu eftir að innrásin þar hófst og séð neyðina og vonleysið í flóttamannabúðum í Grikklandi – þá hafi ekkert af því tekið eins mikið á og samskipti við Sigga meinta hakkara.

Hann hafi fylgt Sigga erlendis þar sem hann fór í viðtal og þar hafi Bjartmar stöðugt þurft að minna Sigga á að segja sannleikann. Eftir þetta hafi hann verið búinn á líkama og sál.

Bjartmar varð undrandi nú þegar heimildarmyndin var sýnd og gefur lítið fyrir gæði þeirrar rannsóknarvinnu sem að baki henni liggur. Sjálfur hafi hann hitt leikstjóra myndarinnar í tvígang og orðið ljóst að þeir hefðu staðreyndir mála Sigga ekki á hreinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“
Fréttir
Í gær

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur