fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Grindvíkingar sem misstu hús sín undir hraun ætla allir á endanum heim aftur – ,,Ég er allslaus í dag”

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 16:43

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár fjölskyldur í Grindavík misstu heimili sín undir hraun þegar gossprunga opnaðist stutt frá Hópshverfinu í Grindavík sunnudaginn 14. janúar og hraun flæddi inn í götuna Efrahóp. Búið var í tveimur húsanna og misstu fjölskyldur einnig hluta af innbúi sínu, þriðja fjölskyldan hugðist flytja inn í hús sitt fyrir jól, áður en til rýmingar kom þann 10. nóvember síðastliðinn. Búslóðin var í geymslu hjá foreldrum fjölskylduföðurins á heimili þeirra í Efrahópi.

Mynd: Instagram/Björn Steinbekk

Rætt er við fjölskyldufeðurna í nýjasta tölublaði Víkurfrétta sem kom út í dag. Segja þeir allir að þeir muni flytja heim til Grindavíkur aftur, þó með mismunandi áherslum og tímalengd.

„Ég er sannfærður um að við byggjum Grindavík upp á ný,“ segir Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni. Hús hans og kærustu hans, Guðrúnar Daggar Elvarsdóttur, við Efrahóp 19, var það fyrsta sem fór undir hraunið. Húsið hefur verið í byggingu síðustu ár sem framtíðarheimili fjölskyldunnar, en börnin eru alls fjögur, eitt sem þau eiga saman, og þrjú úr fyrri samböndum, það var nær tilbúið og hugðist fjölskyldan flytja inn fyrir síðustu jól. Sú áætlun breyttist eftir rýmingu í nóvember og stefnan var sett á næsta vor. 

Hrannar Jón Emilsson
Mynd: Facebook

Eins og sé ekki nóg að missa eitt heimili þá missti fjölskyldan einnig heimili sitt í skjálftunum í nóvember þegar hús sem þau bjuggu í við Víkurbraut eyðilagðist. Það hús, sem heitir Gnúpur, byggðu afi og amma Hrannars á sínum tíma. Fjölskyldan býr sem stendur í íbúð í Garðabæ og framtíðin óviss nema Hrannar segist sannfærður um að Grindavík verði byggð að nýju og þau flytji aftur heim. Bara spurning hvenær.

„Ég er það mikill Grindvíkingur og konan mín er héðan líka, þvi er mjög líklegt myndi ég halda að við munum flytja aftur til Grindavíkur þegar það verður hægt. Við erum samt ekki að hugsa um það núna, við erum nýbúin að lenda í að horfa á framtíðarheimilið okkar brenna og við vitum ekkert hvernig málin þróast á næstunni.“

„Ég er allslaus í dag“

Hinu megin við götuna var Efrahóp 16, sem var annað húsið undir hraunið. Þar bjuggu Unndór Sigurðsson og Birna Skúladóttir ásamt þremur börnum sínum, fjögurra, átta og þrettán ára, en fjölskyldan flutti inn árið 2017 og hafði komið sér vel fyrir. 

„Það var einfaldlega skelfileg tilfinning að sjá þegar húsið var farið að brenna. Ég vildi ekki að þau [börnin] myndu horfa á þennan hrylling,“ segir Unndór, en tengdafaðir hans tók börnin afsíðis. Segir Unndór þau hafa barist mikið fyrir að eignast húsið á sínum tíma. 

Unndór er fæddur og uppalinn í Grindavík og Birna er Njarðvíkingur, sjá þau ekkert annað fyrir sér annað en að flytja aftur til Grindavíkur þegar það verður leyft. 

„Ég er allslaus í dag, húsið mitt er brunnið og nánast öll mín föt voru þar. Allt innbú, allt mitt var þarna og er einfaldlega farið. Ég er bara það mikill Grindvíkingur í mér og Birnu hefur liðið mjög vel hér, börnin okkar þekkja ekkert annað svo við sjáum ekkert annað fyrir okkur en að byggja upp aftur í Grindavík.“

Segir hann margar spurningar brenna á þeim eins og „hvenær fáum við húsið greitt út, eigum við að hætta að borga strax af húsnæðisláninu, varla þurfum við að borga fyrir rafmagn og heitt vatn, það er bíst nógu heitt þarna núna.“

Segist hugsanlega flytja heim eftir fimm til tíu ár

Þriðja húsið undir hraunstrauminn var Efrahóp 18, þar sem Morten Þór Szmiedowicz og Hanna Sigurðardóttir bjuggu ásamt börnum sínum. Hraunelfurinn stöðvaðist síðan við girðinguna á Efrahópi 20, þar sem móðir Hönnu og maður hennar búa.

Morten Þór Szmiedowicz
Mynd: Facebook

Morten segir þau flytja aftur heim en þó ekki í bráð. „Við flytjum hugsanlega til Grindavíkur aftur eftir fimm til tíu ár. 

„Ég segi fyrir mitt leyti að þetta er ákveðinn léttir, eins furðulegt og það má hljóma. Það var auðvitað ömurlegt að sjá húsið sitt brenna, hús sem ég tók þátt í að smíða, en núna tekur einfaldlega nýr kafli við hjá okkur fjölskyldunni, við munum ekki byggja aftur í Grindavík,“ segir Morten sem kallar eftir frekari stuðningi stjórnvalda fyrir grindvíkinga.

Segir hann fjölskylduna sem nú býr í sumarbústað horfa til Þorlákshafnar sem framtíðarheimilis. „Hvort og hvenær við flytjum aftur [til Grindavíkur] kemur bara í ljós, í síðasta lagi munum við gera það þegar börnin verða flogin úr hreiðrinu en við myndum alls ekki vera róleg með börnin úti að leika, eins og ástandið er núna í Grindavík.“

Lesa má viðtölin í heild sinni í nýjasta tölublaði Víkurfrétta sem og frekari umfjöllun um Grindavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu