Edda var í síðustu viku dæmd í tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja þrjá syni sína ólöglega frá Noregi til Íslands í mars 2022. Á þeim tíma hafði föður drengjanna verið dæmd forsjá þeirra.
Í frétt Nútímans kemur fram að Eddu verði sleppt úr fangelsi á föstudag og þá muni hún snúa aftur til Íslands. Herma heimildir miðilsins að norska lögreglan vinni að því að vísa henni formlega úr landi sem þýðir að hún má ekki snúa aftur þangað nema að fengnu sérstöku leyfi.
Í fréttinni kemur fram að óvíst sé hvort Edda muni taka dóm sinn út í fangelsi hér á landi. Líklegt þyki að hún fái að taka hann út með samfélagsþjónustu.
Nánar er fjallað um málið á vef Nútímans.