fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Íbúar Fjallabyggðar ringlaðir í lífrænni flokkun – Fá gefna pappírspoka en mega ekki nota þá

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 16:30

Pappír eða maís, það er stóra spurningin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur mælst til þess að íbúar noti ekki pappírspoka undir lífrænan úrgang eins og á höfuðborgarsvæðinu. Engu að síður hefur pokunum verið dreift frítt í verslunum.

„Íbúar Fjallabyggðar hafa staðið í þeirri trú að nota skuli pappírspoka undir lífrænt efni en líklega hefur sá misskilningur farið af stað vegna auglýsinga Sorpu sem hirðir úrgang m.a. á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu bæjarins.

Beri íbúum Fjallabyggðar og öðrum Norðlendingum að nota maíspoka eða plastpoka undir lífrænan úrgang, sem er bannað á höfuðborgarsvæðinu. Framleiðsluferlið hjá Gaja jarðgerðarstöðinni sé allt annað en hjá Moltu sem taki við lífrænum úrgangi Norðlendinga frá Íslenska gámafélaginu.

Að sögn bæjarstjórnar er þetta hreinna og betra ferli en fyrir sunnan.

„Molta notast við annars konar tækjakost og framleiðsluferlið er allt annað en hjá Gaja. Molta notar tækni sem mengar minna, gerir ferlið hraðara og skilar betri moltu. Í ferlinu eru lífpokarnir skildir frá matar úrganginum og urðaðir sér,“ segir hún.

Hafi maís og plastpokar reynst vel fyrir flokkunaraðilana og ekki standi til að skipta yfir í pappírspoka.

Íbúar virðast vera nokkuð ringlaðir yfir þessu öllu ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum. Meðal annars er bent á að pappírspokarnir hafi verið gefnir í verslunum en ekki maíspokarnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu