fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Ásmundur lætur allt flakka: Nokkur ár síðan honum var slaufað – „Hverra hags­muna er verið að gæta?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nú séu liðin nokkur ár síðan Ríkisútvarpið og aðrir fjölmiðlar á vinstri vængnum slaufuðu honum vegna umræðu um hælisleitendur.

„Það gerðu auðvitað fleiri og er ég enn minnt­ur á yf­ir­lýs­ing­ar sumra flokks­fé­laga minna af sama til­efni,“ segir Ásmundur í nokkuð harðorðri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar skrifar hann einmitt um hælisleitendur og flóttamenn og segir að ábyrgð fjölmiðla hér á landi sé mikil nú þegar raunveruleikinn kemur aftan að okkur.

Ásmundur segir að „slaufunin“ hafi orðið í kjöl­far varnaðarorða hans um óhefta fjölg­un hæl­is­leit­enda í land­inu.

Lögregla hundelt í störfum sínum

„Þrátt fyr­ir það var fjöldi þeirra á þeim tíma lík­lega um þriðjung­ur þess sem síðar varð. Hann er löngu orðinn óviðráðan­leg­ur fyr­ir lítið sam­fé­lag á Íslandi. Á þeim tíma kallaði ég eft­ir því að bak­grunns­skoðun færi fram á þeim sem hingað kæmu og að við gætt­um ýtr­ustu varna við landa­mæri lands­ins.“

Sjá einnig: Birgir vill tjaldbúðirnar burt af Austurvelli:„Þjóðaröryggismál og á ekki að viðgangast“

Ásmundur segir að á þeim tíma – eins og nú – hafi verið vitað að til landsins streyma skipu­lagðir hóp­ar und­ir merkj­um hæl­is­leit­enda til að stunda hér man­sal og aðra skipu­lagða brot­a­starf­semi.

„Þrátt fyr­ir viðleitni til að efla landa­mæra­eft­ir­lit og lög­gæslu dug­ar það hvergi nærri til. Lög­regl­an er hundelt í störf­um sín­um þegar koma á fólki úr landi sem hef­ur fengið synj­un á hæl­is­um­sókn á öll­um stig­um, jafn­vel fyr­ir dóm­stól­um. Þar ganga fremst­ir í fylk­ingu vinst­ris­innaðir fjöl­miðlar, pírat­ar allra flokka og öfga­menn á vinstri vængn­um,“ segir Ásmundur sem spyr: „Hverra hags­muna er verið að gæta?“

Óhugnanlegar myndir á samfélagsmiðlum

Hann rifjar upp nýlegar fréttir frá Dan­mörku þess efnis að grun­ur væri uppi um und­ir­bún­ing hryðju­verka þar í landi sem tengd­ust Hamas-hryðju­verka­sam­tök­un­um.

„Dóms­málaráðherra Dan­merk­ur, Peter Hummelgaard, seg­ir hin meintu tengsl ein­stak­linga, sem danska lög­regl­an hand­tók ný­lega, við Hamas staðfesta al­var­lega hryðjuverkaógn gagn­vart Dan­mörku. Af þess­um ástæðum er hryðjuverkaógn met­in al­var­leg í Dan­mörku.“

Ásmundur bendir svo á að við Alþingi Íslendinga hafi hópur Palestínumanna komið sér fyrir í tjaldbúðum.

„Vegna mynd­birt­inga þeirra sjálfra og ís­lenskra stuðnings­manna er auðvelt að fletta upp viðkom­andi ein­stak­ling­um á sam­fé­lags­miðlum. Við þá yf­ir­ferð dúkk­ar ým­is­legt upp sem vek­ur mik­inn óhug, m.a. af­drátt­ar­laus stuðning­ur við Hamas-hryðju­verka­sam­tök­in, mynd­ir af svo­kölluðum píslar­vott­um, viðkom­andi með hríðskota­vopn í fang­inu. Þar að auki ýmis óhugn­an­leg­ur stríðsboðskap­ur og hat­ursorðræða. Þetta er sem sagt að finna í hópi tjald­bú­anna sem studd­ir eru af þing­mönn­um Pírata, pír­öt­un­um í Viðreisn og Sam­fylk­ing­unni. Sömu þing­menn berj­ast gegn aukn­um vald­heim­ild­um og rann­sókn­ar­heim­ild­um lög­regl­unn­ar. Þá erum við að tala um að taka upp sömu vald­heim­ild­ir lög­reglu og önn­ur nor­ræn lönd búa við. Ekk­ert um­fram það,“ segir Ásmundur í grein sinni.

Þeim slaufað sem ekki eru í náðinni

Spyr hann hvort það sé mögulega svo að þessir þing­menn vilji ekki gera allt sem í valdi Alþing­is stend­ur til að koma í veg fyr­ir skipu­lagða glæp­a­starf­semi og man­sal í land­inu. Veltir hann fyrir sér hverra hagsmuna þeir eru að gæta.

„Þetta er fólkið sem er í liði með Reykja­vík­ur­borg sem skýt­ur skjóls­húsi yfir og send­ir ein­kenni­leg skila­boð til þjóðar­inn­ar um van­v­irðingu við Aust­ur­völl og ná­grenni hans. Aust­ur­völl sem geym­ir stytt­una af Jóni for­seta, Dóm­kirkj­una og Alþing­is­húsið. Hér má ekki gleyma þætti vinst­ris­innaðra fjöl­miðla sem flytja dag­leg­ar frétt­ir úr búðunum á Aust­ur­velli, en birta ekki upp­lýs­ing­ar um ein­stak­linga sem þar halda til. Er þeim þó í lófa lagið að afla sér slíkra upp­lýs­inga,“ segir Ásmundur sem er þeirrar skoðunar að Ríkisútvarpið og aðrir vinstrisinnaðir fjölmiðlar stjórni umræðunni í landinu.

„Meðal ann­ars með því að slaufa ein­stak­ling­um sem ekki eru í náðinni en hafa frá upp­hafi kallað eft­ir vandaðri vinnu­brögðum og var­kárni í út­lend­inga­mál­um. Á dög­un­um var hæl­is­leit­anda, sem er tal­inn vera liðsmaður ÍSIS, vísað úr landi. Ábyrgð fjöl­miðla er mik­il nú þegar raun­veru­leik­inn kem­ur aft­an að okk­ur. Von­andi líta þeir til ná­granna­landa okk­ar og láta af þögg­un og ófræg­ing­ar­her­ferðum í garð þeirra sem er sann­ar­lega annt um ís­lenskt sam­fé­lag. Von­andi er það ekki um sein­an.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum