Svo virðist sem virknin í syðri gossprungunni, þeirri sem opnaðist innan við varnargarðinn við Grindavík, sé orðin lítil sem engin. Flogið verður yfir gosstöðvarnar um klukkan 10 og þá mun væntanlega koma í ljós hversu mikið hraunflæði er úr nyrðri sprungunni.
Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði í samtali við RÚV að svo virðist sem hraunflæðið úr syðri sprungunni hafi svo gott sem stöðvast og ekki sé vitað til að fleiri hús, en þau þrjú sem fóru undir í gær, hafi farið undir hraun.