fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Böðvar hvetur til nýrrar nálgunar við húshitun á Íslandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. janúar 2024 11:30

Frá Svartsengi. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Böðvar Ingi Guðbjartsson formaður Félags pípulagningameistara hefur ritað aðsenda grein á Vísi um húshitun til framtíðar á Íslandi. Tilefnið er yfirstandandi jarðhræringar á Reykjanesskaga og sú ógn sem orkuverinu í Svartsengi hefur stafað þeim. Greinin var birt síðastliðinn föstudag, áður en yfirstandandi eldgos hófst, en eins og kunnugt er hefur hraunflæði orðið til þess að bæði vatns- og rafmagnslaust er í Grindavík. Í grein sinni hvetur Böðvar til nýrrar nálgunar við hitun húsa á Íslandi.

Hann segir í greininni að Íslendingar hafi orðið vanir því að hafa stöðugan aðgang að jarðvarma til húshitunar og þótt hann sjálfsagður:

„Yfirstandandi jarðhræringar á Reykjanesinu og sviðsmyndir sem ógnað hafa rekstri orkuversins á Svartsengi hafa þó vakið fjölmarga pípulagningameistara til umhugsunar um hvernig við hönnum lagnakerfi.“

Hann segir að endurhugsa þurfi hönnun lagnakerfa í mannvirkjum sem nýta jarðvarma til húshitunar. Taka þurfi mið af því að orkuver geti lent í vanda:

„Með lítilli fyrirhöfn þarf að vera hægt að koma í veg fyrir að lagnir húsnæða frostspringi enda veldur slíkt gríðarlegu tjóni á mannvirkjum. Tækjarými framtíðarinnar í mannvirkjum ættu því að vera þannig útbúin að hægt verði að tengja við þau rafmagns- eða gashitakúta, olíu eða sambærilegu með lítilli fyrirhöfn.“

Böðvar segir að allar lagnir ættu að vera á lokuðum kerfum með frostlegi til að verja lagnir betur gegn frostskemmdum. Tækjarými í framtíðinni verði að vera þannig útbúin að auðvelt sé að skipta um orkugjafa ef starfsemi orkuvera skerðist.

Pípulagningameistarar, hönnuðir lagnakerfa og stjórnvöld þurfi að koma að því að endurskoða regluverk í þessum málum.

Grein Böðvars í heild sinni er hægt að lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir