Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið en benti jafnframt á að þrátt fyrir að gosið verði skammvinnt, þá geti ýmislegt gerst.
Hann sagði að heldur hægar hafi dregið úr gosinu en hann hefði viljað. Þetta gos sé töluvert frábrugðið gosinu sem hófst 18. desember. Það hafi verið kröftugra og hraðar hafi dregið úr því. „Í þessu gengur verr að koma kvikunni upp sem gerir það að verkum að það tekur aðeins lengri tíma að slá á gosið,“ sagði Ármann.
Hann sagðist ekki telja að fleiri gossprungur eigi eftir að myndast, kerfið þurfi tíma til að hlaða sig á nýjan leik eftir að hafa losað um þrýsting.