Flestir kannast við það að vafra um á Internetinu í leit að upplýsingum um heilsufarsleg einkenni eða ákveðna sjúkdóma. Þó að oftast sé nú sennilega betri hugmynd að leita til læknis.
Breska markaðsrannsóknafyrirtækið Compare the Market hefur gert könnun á því hvaða sjúkdóma fólk gúglar helst. Rannsóknin náði til 155 landa.
Sjúkdómurinn sem flestir leita að upplýsingum um á netinu, eða „gúggla“, er sykursýki. Sykursýki hafnaði í fyrsta sæti í 57 löndum, þar á meðal á Íslandi. Sykursýki er mjög ofarlega á blaði hjá vestrænum þjóðum. En áunnin sykursýki hefur verið að aukast samfara aukinni offitu.
Í öðru sæti er krabbamein. Krabbamein er mest gúglaði sjúkdómurinn í 50 löndum, einkum í Afríkuríkjum og öðrum ríkjum þriðja heimsins. Til eru ótal tegundir krabbameina, og er orðið krabbamein því nokkurs konar regnhlífarheiti.
Í þriðja sætinu eru verkir. Verkir eru einkenni en langvinnir verkir geta verið af ýmsum orsökum. Meðal annars vegna gigtarsjúkdóma.
Topp tíu listinn er eftirfarandi.
1 – Sykursýki
2 – Krabbamein
3 – Verkir
4 – HIV/Alnæmi
5 – Hár blóðþrýstingur
6 – Niðurgangur
7 – Malaría
8 – Höfuðverkur
9 – Herpes
10 – Inflúensa
Læknar vara við að fólk greini sjálft sig eftir uppflettingum um sjúkdóma eða einkenni á netinu. Ráðlegast er að leita til læknis ef fólk hefur áhyggjur af heilsu sinni.