Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrum þingmaður, segir stað og stund fyrir grín. Grín hvað varðar varnargarða við Grindavík sé ekki viðeigandi núna. Biðst hún afsökunar á „húmorsleysi“ sínu.
„Djókararnir spretta fram og gera grín að varnargörðunum.
Hér má sjá hvernig hraunið vellur uppvið varnargarðinn allan, þótt vissulega hafi sprungan sjálf komist leiðar sinnar undir og í gegnum garðinn á einum stað. Það er staður og stund fyrir djókið, bara mögulega ekki núna. Sorrý með “húmorsleysið.“
Helga Vala biðlar einnig til fólks að fara ekki að gosstöðvunum:
„Álag á viðbragðsaðila er ómennskt. Stöndum nú saman og aukum ekki við álagið til að svara eigin löngun til að labba að gosstöðvunum á þessum tímapunkti. Við þurfum að taka tillit til viðbragðsaðila og Grindvíkinga, þau þurfa svo sannarlega á samstöðunni að halda núna.“