fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

„Hugur okkar allra er hér eftir sem hingað til með Grindvíkingum“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. janúar 2024 10:19

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hugur okkar allra er hér eftir sem hingað til með Grindvíkingum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem eins og aðrir landsmenn vaknaði við þau tíðindi að eldgos væri hafið og þetta sinn afar nærri Grindavík sem sé óhugnalegt að sjá. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir forsætisráðherra að árvekni vísindafólks og Almannavarna sem réðust í rýmingu á Grindavík í nótt verði ekki þökkuð nægilega.

„Nú fylgist fólk með stöðunni í samhæfingarmiðstöðum í Reykjavík og á Reykjanesi og líkt og áður skiptir miklu máli að við fylgjum leiðbeiningum þeirra og leyfum þeim að stýra ferð. Grindvíkingar hafa síðustu vikur búið við stöðu sem fæst okkar munu skilja til fulls. Það er ólýsanlegt álag að búa við stöðuga óvissu og geta hvenær sem er átt von á eldsumbrotum í næsta nágrenni. Hugur okkar allra er hér eftir sem hingað til með Grindvíkingum,“ skrifar forsætisráðherra.

Hér má lesa Katrínar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“
Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald