„Þetta er auðvitað grafalvarlegir atburðir sem eru að eiga sér stað,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í aukafréttatíma RÚV.
Enginn var í bænum þegar gos hófst. „Auðvitað skiptir það mestu máli að það verði ekki slys eða mannskaðar við svona náttúruhamfarir. En það má ekki gleyma því að það er mikið í húfi hvað varðar eignir fólks, húsnæði og búslóðir, og atvinnulífið, tæki og tól.“
Segir Fannar eftir að greiða úr langvarandi húsnæði fyrir fólk, sem ekki hafi gengið sem skyldi hingað til.