fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Páll sendir íslenska ferðabransanum skýr skilaboð – Ætti að hætta þessari minnimáttarkennd

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. janúar 2024 08:00

Páll Magnússon Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, segist hafa fyllst barnslegu stolti og gleði um daginn þegar bandaríska stórblaðið New York Times setti Vestmannaeyjar á lista yfir 52 áhugaverðustu staðina í öllum heiminum til að heimsækja á árinu 2024.

Páll segir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni sem birtist í gærkvöldi.

„Þar er borið mikið lof á náttúru, veitingastaði – og bara allt mögulegt,“ segir Páll en á listanum eru fjölmargir áhugaverðir staðir um allan heim, en Vestmannaeyjar eru eini staðurinn á öllum Norðurlöndum sem komast að á lista bandaríska stórblaðsins.

Það sem Páli þykir ekki síst áhugavert er að New York Times kýs að nota nafnið Vestmannaeyjar í grein sinni en ekki Westman Islands eins og gjarnan tíðkast hjá þeim sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.

„Þetta er kannski vísbending um að ferðabransinn íslenski þarf ekki að sýna þá minnimáttarkennd að vera stöðugt að klína einhverjum bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðarheiti,“ segir Páll í færslu sinni.

Bendir hann á að fyrir skemmstu hafi menn verið að velta fyrir sér hvað Kerið í Grímsnesi gæti heitið á ensku.

„Það þarf ekki að heita neitt á ensku. Bara útskýra orðið fyrir fróðleiksfúsum ferðamönnum – en það heitir Kerið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1