Eins og fjölmiðlar greindu frá um jólin var skotárás framin í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld en tveir einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi.
Nútíminn greindi frá því fyrr í dag að litlu hafi munað að níu ára gamalt barn yrði fyrir skoti úr skammbyssu í árásinni. Flísar úr vegg svefnherbergis barnsins hafi endað í andliti þess.
Í frétt Nútímans kemur fram að barnið hafi verið í herbergi sínu á meðan árásin átti sér stað. Skjót viðbrögð hafi orðið til þess að engin þeirra sem stödd voru á heimilinu hafi orðið fyrir skoti.