fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Magnús Tumi segir kenninguna ekki halda vatni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að eingöngu kvika hafi getað myndað ganginn undir Grindavík í atburðunum sem urðu þann 10. nóvember í fyrra.

Þetta kemur fram í viðtali við Magnús Tuma sem birtist í nýjasta tölublaði Víkurfrétta.

Grindvíkingum var gert að yfirgefa heimili sín í kjölfarið en sumir hafa viljað meina að það hafi verið gas en ekki kvika sem myndaði ganginn. Magnús Tumi útskýrir þetta í viðtalinu.

Hann segir að mælingar sýni mikla gliðnun undir í Grindavík sem gerðist að mestu 10. nóvember.

Bætir hann við að eitthvað hafi farið inn í þetta rými, annað hvort gas eða kvika. Ef um gas hefði verið að ræða hefði þurft að vera á því mikill þrýstingur.

„Ef ekki, hefði kvikan sem þarna kom upp og fyllti sprunguna norðar [frá Hagafelli og norður fyrir Stóra-Skógfell] fossað með gríðarlegum látum inn í rýmið, því það eina sem hefði haldið aftur af henni hefði verið mjög mikill mótþrýstingur gassins,“ segir Magnús í viðtalinu.

„En segjum samt að þarna hafi gas verið á ferðinni. Þá er útilokað að það væri þarna ennþá því þakið yfir er brotið og lekt svo gasið hefði streymt upp. Ekkert af þessu gerðist, sem þýðir að eingöngu kvika getur verið skýringin. Það er líka í takt við allt það sem jarðfræðin sýnir okkur í rofnum stafla, hvergi finnast merki um „gashólf“. Ef þetta var kvika, þá gengur allt upp. Þá fossaði kvikan suður og fyllti upp í rýmið sem myndaðist. Hún er þar ennþá, en að mestu storknuð.“

Nánar er fjallað um málið á vef Víkurfrétta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi