Leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í gærmorgun hefur enn engan árangur borið.
Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í fréttum Bylgjunnar klukkan 7 í morgun og á vef Vísis.
Úlfar sagði að sigmenn hefðu farið niður í sprunguna í körfu, tveir í senn, og leit farið fram á sjö til átta metra dýpi í sprungunni.
Úlfar sagði að sprungan færi breikkandi eftir því sem neðar dregur en fyrir neðan vinnusvæði björgunarmanna sé vatn.