fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Aðalsteinn segir Hjálmar sífellt hafa lýst yfir vantrausti vegna skattamála Sigríðar – Reiði út af heimabanka

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 13:01

Aðalsteinn Kjartansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalsteinn Kjartansson, varaformaður Blaðamannafélags Íslands, segir að stjórn félagsins hafi ekki komið neinum málum áfram vegna tíðra vantraustsyfirlýsinga Hjálmars Jónssonar, þáverandi framkvæmdastjóra. Var það vegna skattamála Sigríðar Daggar Auðunsdóttur formanns. Einnig bað hún um sýndaraðgang að heimabanka félagsins.

Mannlíf greinir frá þessu.

Í samtali Mannlífs við Aðalstein kemur fram að ýmislegt hafi gengið á undanfarnar vikur og mánuði í starfsemi BÍ. Daglegur rekstur hafi gengið snurðulaust fyrir sig en stjórnin hafi ekki getað þokað neinum málum áfram vegna tíðra vantraustsyfirlýsinga Hjálmars á stjórnina. Er það vegna skattamála Sigríðar í tengslum við tekjur af Airbnb íbúðum.

„Hann hefur ekki viljað sættast á þá niðurstöðu stjórnarinnar sem lá fyrir strax síðasta sumar, um að ásakanir um skattalegt misferli formannsins væru ekki þess eðlis að við ætluðum að lýsa yfir algjöru vantrausti á öllum hennar störfum,“ sagði Aðalsteinn.

Einnig er greint frá því að Sigríður hafi beðið um sýndaraðgang að netbankaaðgangi félagsins. Hjálmar, sem hafi borið ábyrgð á fjármálunum, hafi verið mjög ósáttur við þetta.

Aðalsteinn sagði að það væri fullkomlega eðlilegt að stjórnarmeðlimur hafi aðgang að fjárhagslegum upplýsingum félagsins. Stjórnin hafi ákveðið þetta fyrir vikum síðan og hún beri endanlega ábyrgð á fjárhagsstöðunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“