fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Plastbarkamálið: Sigurður segir Magnús þurfa að biðjast afsökunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Sigurður G Guðjónsson og læknaprófessorinn Magnús Karl Magnússon deila hart um plastbarkamálið. Magnús hefur gagnrýnt fréttaflutning af málinu, sérstaklega að látið sé að því liggja að Tómas Guðbjartsson skurðlæknir beri mögulega sakarábyrgð í málinu, sem og að staða hans innan Landspítalans sé í óvissu.

„Fréttaflutningur síðustu daga hefur verið óvenju óskammfeilin persónuárás með ónefndum heimildarmönnum og gróusögum og ýjað hefður verið að því að staða Tómasar á LSH væri ótrygg, þótt ekkert sé í reynd hæft í slíkum aðdróttunum,“ sagði Magnús í grein fyrir skömmu.

Sigurður G Guðjónsson er lögmaður ekkju manns sem lést eftir barkaígræðslu á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi árið 2011. Maðurinn var búsettur á Íslandi en var fluttur til Stokkhólms til aðgerðarinnar. Hana framkvæmdi ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini en Tómas Guðbjartsson var tilsjónarlæknir mannsins á Íslandi. Macchiarini hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fanglesi fyrir alvarleg afglöp í starfi. Sigurður hefur látið að því liggja að aðrir sem unnu að meðferð hins látna kunni að bera refsiábyrgð. Fyrir þetta gagnrýnir Magnús hann:

„Þá hefur lögmaður sem vinnur að málinu fyrir ekkju Andermarians og fréttamaður RÚV gefið í skyn í spjalli við kollega sinn á Rás 1 að dómur yfir Macchiarini eigi að leiða til þess að aðrir sem að aðgerðinni komu eigi að sæta lögreglurannsókn. Þetta lýsir annaðhvort saknæmum aðdróttunum þessara aðila eða fullkomnu skilningsleysi á réttarkerfinu. Dómur hefur fallið í þessu máli og hann féll að lokinni viðamikilli lögreglurannsókn í því landi þar sem brotin voru framin. Rannsóknin á málinu var til þess gerð að finna alla þá er hugsanlega eiga þar sök til að ákveða hverjir verði sakborningar og hverjir ekki. Að halda því fram að sá dómur þýði að aðrir sem þar voru til rannsóknar eigi nú að vera sakborningar í málinu hér á landi er hættuleg túlkun á því hvernig dómskerfið á að virka. Ég tel að fréttamaður sem verður uppvís að slíkum skilningi á dómskerfinu ætti að draga orð sín til baka. Á lögmönnum sem hafa þennan skilning á réttarkerfinu hef ég lítið álit og er væntanlega ekki einn um þá skoðun.“

Sigurður gaf lítið fyrir þessa gagnrýni Magnúsar er hann ræddi málið við DV í gær.

Sjá einnig: Sigurður bendir á óþægileg atriði varðandi þátt Tómasar í plastbarkamálinu – „Ég er að gæta hagsmuna konu sem missti manninn sinn“

Í viðtalinu við DV í gær bendir Sigurður á að Sjúkratryggingar hafi ítrekað bent á að aðferðin sem beitt var þyrfti að vera vísindalega sönnuð. Ekki væri forsvaranlegt að kosta meðferð sem væri í tilraunaskyni. Hann segir mikið hafa vantað upp á að gildi plastbarkaígræðslunnar væri vísindalega sannað.

Tímabært að biðjast afsökunar

Sigurður og Magnús tókust á um málið á Facebook í dag. Sigurður segir tímabært að Magnús biðjist afsökunar á viðtali sem birtist við hann í Vísir.is á árið 2011 þar sem hann dásamaði plastbarkaígræðslur. Sigurður skrifar:

„Magnús Karl og manngerð líffæri.

Hef ekki rætt meðfylgjandi viðtal á visir.is við lækna til að fá álit þeirra á læknisfræðilegri yfirlýsingu Magnúsar Karls frá 8. júlí 2011, um að við fyrstu plastbarkaígræðsluna, sem vinur hans tók þátt í, hafi vísindamönnum tekist skapa nákvæma glereftirlíkingu af barka Bayenes (Andrmariam Bayenes) þannig að líffæragjafi var óþarfur.

Læknirinn Magnús Karl tók líka fram í viðtalinu að litlar líkur væru á að líkami barkaþegnana mundi hafna honum.

Af viðtalinu má ráða að Magnús Karl teldi þetta læknisfræðilega afrek aðeins byrjunina á því sem koma skyldi hvað varðaði framleiðslu líffæra. Á hvað rannsóknum eða ritrýndum fræðigreinum ætli sú staðhæfing læknisins Magnúsar Karls hafi verið byggð.

Það er skoðun mín að fá viðtöl við lækni, sem krefst þess nú að vera tekinn alvarlega, hafi eldst jafn illa. Viðtalið ber aðeins vott um að viðmælandi vildi njóta ljómans sem stafaði af stjörnunni Paolo Macchiarini og fylgihnöttum hans. Vera maður með mönnum.

Magnús Karl spurði engra gagnrýninna spurninga í júlí 2011 og ekki heldur 9. júní 2012 þegar stjarnan Paolo Macchiaríni skein skært á ársafmæli barkaigræslunnar, sem læknadeild Háskóla Íslands hélt hér á landi.

Magnús Karl skuldar mér enga afsökunarbeiðni, þó hann hafi reynt að vega að lagaþekkingu minni í grein sinni á visir.is á dögunum. Hann ætti hins vegar að líta í eiginn barm og velta fyrir sér hvort ekki sé tímabært biðjast afsökunar á efni viðtalsins frá 8. júlí 2011, sem enginn fótur var fyrir.“

Málið sé sorgarsaga

Magnús svarar þessum pistli Sigurðar og bendir á að vandamálið hafi ekki verið höfnun líkamans á plastbarkanum heldur alvarlegar sýkingar. Hann segist viss um að Sigurður muni snúa út úr orðum hans en vill samt freista þess að skýra málið:

„Höfnun á líffæri er ónæmisfræðileg svörun við framandi vef. Vandamálið í þessari sorglegu sögu var ekki höfnun heldur alvarlegar sýkingar. Þetta mál er hrikaleg sorgarsaga og glæpur var framinn eins og við vitum. Hvað læknisfræðina varðar er enn verið að reyna að blanda saman verkfræðilegum og frumulíffræðilegum aðferðum til að finna leiðir til að gera við skemmd líffæri og vefi. Ég hef lagt það í vana minn að svara beiðnum frétta- og blaðamanna um að útskýra vísindaleg málefni á þeim sviðum læknisfræði sem ég hef innsýn inn í. Það mun ég halda áfram að gera samkvæmt bestu getu og útúrsnúningar málsmetandi manna með eftiráskýringum munu ekki hindra mig í þeirri skyldu minni.

Hvað lögfræði varðar skil ég ekki enn af hverju sænsk lögreglu- og ákæruvald ákærðu ekki Tómas ef hann er sekur um líkamsárás. Ég þykist vita að þú munir snúa út úr eða neita að svara. Það eru nákvæmlega engin gögn sem benda til Tómas hafi haft nokkra vitneskju um að umrædd aðgerð (sem hann var beðinn um að taka þátt í af yfirmönnum sínum á LSH og að beiðni sænskra lækna) væri brotleg við lög. Sjúkratryggingar Íslands fóru meðal annars fram á að Karólinska sjúkrahúsið bæri alla ábyrgð á að tryggja vísindalega hluta þess svo sem að tryggja tilhlýðilegt upplýst samþykki og leyfi siðanefnda. Það gerðu stjórnendur og ábyrgðarlæknar Karólinska ekki og er ein meginástæða þessarar hrikalegu sögu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“