fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Engin vitni að slysinu í Grindavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 20:14

Frá Grindavík. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu vegna vinnuslyssins í Grindavík í dag þar sem maður féll ofan í sprungu.

Jörð gaf sig undan vinnutæki og maður féll í djúpa sprungu sem opnaðist. Enginn sjónarvottur var að slysinu. Leitaraðgerðir standa yfir undir stjórn lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Verkefnið sem unnið var að, var að fylla í sprungu við hús sem stendur við Vesturhóp í Grindavík, með það að markmiði að tryggja öryggi umhverfisins og hússins sem stóð við sprunguna. Verkefnið tengdist vinnu við tjónamat og öryggisaðgerðir í tengslum við það á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ).“

Sjá einnig: Viðbragðsaðilar leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grinda­vík

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“