fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Allir plasttappar verði að vera áfastir flöskunni

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 15:30

Coca Cola byrjaði að selja flöskur með áföstum töppum í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram er komið frumvarp þess efnis að tappar á plastílátum, svo sem gosflöskum, verði að vera áfastir flöskunni. Um er að ræða frumvarp sem byggir á Evrópureglugerð.

„Ákvæðið mælir fyrir um gerð og samsetningu tiltekinna einnota plastvara að því leyti að einungis megi setja einnota drykkjarílát og –umbúðir úr plasti með tappa eða lok úr plasti á markað ef tappinn eða lokið er áfast vörunni á meðan fyrirhuguð notkun hennar stendur yfir,“ segir í kynningu í Samráðsgátt stjórnvalda. En það er Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem leggur frumvarpið fram.

Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að tappar og lok af einnota drykkjarílátum og umbúðum endi á víðavangi og úti í umhverfinu. Á þetta við öll drykkjarílát úr plasti sem innihalda þrjá lítra eða minna. Ekki gler eða málmílát.

Íslendingar hafa nú þegar fengið að kynnast hinu nýja fyrirkomulagi. Til dæmis byrjaði Coca Cola á Íslandi að selja drykki með áföstum töppum árið 2023. Enn þá er þó hægt að rífa tappana af flöskum Coca Cola. En það þarf smá átak til.

Ölgerðin hefur einnig lýst því yfir að til standi að gera sams konar breytingu á drykkjum fyrirtækisins.

Samkvæmt frumvarpinu tekur breytingin gildi þann 3. júlí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“