fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Haraldur með nýja kenningu: Eru mestar líkur á gosi við Krýsuvík?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að ef til vill séu mestar líkur á gosi við Krýsuvík. Þetta kemur fram í nýrri færslu á bloggsíðu Haraldar.

Haraldur leggur til grundvallar þessari kenningu sinni upplýsingar sem Einar Hjörleifsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, hefur aflað.

Segir Haraldur að Einar hafi kannað dýpi á upptökum jarðskjálfta á vestanverðu Reykjanesi fyrir desember 2023 og sett það fram á landakorti til að kanna dreifingu og dýpi saman. Þá hafi hann gert aðra mynd sem sýnir dreifingu á dýpi allra skjálfta í desember 2023 á þremur svæðum.

„Í fyrsta lagi kemur í ljós að dýpri skjálftar (>6 km) koma fram fyrst og fremst undir svæðinu umhverfis Fagradalsfjall, en lítið eða ekki undir hinum svæðunum tveimur, Krýsuvík og Sundahnúksgígaröðinni,“ segir Haraldur.

Hann segir að þetta hafi komið honum á óvart í fyrstu en sé þó lógískt.

„Ef við gerum ráð fyrir því að leifar af láréttu kvikuinnskoti séu enn fyrir hendi á >6 km dýpi undir Sundahnúksgígaröðinni og Krísuvík, en slíkt kvikuinnskot mun hindra bylgjur frá dýpri skjálftum að komast upp á yfirborð. Hins vegar virðist kvikuinnskotið vera horfið undir svæðinu umhverfis Fagradalsfjall, og dýpri skjálftar ná því yfirborði þar.“

Haraldur segir að ef til vill sé Fagradalsfjall alveg búið að tappa af kviku og lárétta innskotið horfið.

„Kvika undir hinum tveimur svæðunum virðist enn valda S-skugga og koma í veg fyrir að djúpar skjálftabylgjur komist upp á yfirborð.  En að öllum líkindum myndast einnig dýpri skjálftar undir svæðinu umhverfis Krýsuvík og undir Sundahnúksgígaröðinni, en þeir gleypast í S-skugga sem lárétt kvikuinnskot veldur,“ segir Haraldur sem gerði þessar jarðskjálftabylgjur að umtalsefni á bloggsíðu sinni á gamlársdag.

Benti hann á að aðallega væri um að ræða tvennskonar bylgjur, svokallaðar P-bylgjur og svo S-bylgjur.

„(1) P-bylgjur, sem eru hraðar og berast bæði í gegnum berg og vökva eins og hraunkviku,  (2) S-bylgjur, sem berast í gegnum berg en ekki vökva, eins og hraunkviku.  Þar sem S-bylgjur berast ekki í gegnum kviku, þá koma þær ekki fram á jarðskjálftamælum ef kvika er fyrir hendi. Þá er talað um S-bylgju skugga.  Upplýsingar um dýpri jarðskjálfta skila sér ekki upp á yfirborð ef kvika er fyrir ofan.  Kvikan er þá sía eða  ´´filter´´sem hleypir ekki dýpri skjálftabylgjum upp á yfirborð jarðar.“

Haraldur segir að austast á kortinu sem Einar vann sé svæðið umhverfis Krýsuvík en það sýni dreif af grunnum skjálftum og nokkrum dýpri en engan greinilegan strúktúr eða sprungustefnur.

„Maður gæti haldið að það sé merki um lárétt kvikuinnskot. Ef svo er, þá er hér stórt lárétt innskot af kviku, sem getur verið 50 til 100 ferkílómetrar. Ef til vill eru líkurnar á gosi mestar hér,“ segir hann en hægt er að skoða umræddar myndir sem Einar vann á bloggsíðu Haraldar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“