fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

„Ég opnaði dyrnar og ég áttaði mig strax á því að eitthvað mikið var að“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 08:09

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, er í viðtali í nýjasta þætti Eftirmála, hlaðvarpsþætti sem fréttakonurnar fyrrverandi Nadine Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir sjá um.

Í þættinum ræðir Hanna Birna lekamálið sem leiddi að lokum til afsagnar hennar úr embætti ráðherra 2014. Lekamálið snerist um hver hefði lekið trúnaðarupplýsingum um hælisleitandann Tony Omos til fjölmiðla, en Tony kom til Íslands sem flóttamaður árið 2011 og óskaði eftir hæli.

Málið náði hápunkti í nóvember 2014 þegar Gísli Freyr Valdórsson aðstoðarmaður Hönnu Birnu játaði að hafa lekið trúnaðarupplýsingum til fjölmiðla. Í þættinum, sem Vísir fjallar ítarlega um á vef sínum, rifjar Hanna Birna meðal annars upp augnablikið þegar Gísli Freyr játaði fyrir henni að hafa lekið umræddum trúnaðarupplýsingum.

„Ég opnaði dyrnar og ég áttaði mig strax á því að eitthvað mikið var að, af því að hann kemur labbandi og hans yndislega kona með honum og þau eru bæði grátandi. Ég tek á móti honum og Þórey [Vilhjálmsdóttir, aðstoðarkona Hönnu Birnu, innsk.blm] var með okkur líka,“ segir hún meðal annars.

Hún segir að Gísli hafi sest niður og varla komið upp orði.

„Hann segir bara: „Þetta er ég. Þetta var ég.“ Það er það eina sem hann kemur upp í rauninni. Og ég skildi ekki einu sinni almennilega í fyrstu hvað hann var að tala um,“ segir hún og bætir við að Gísli hafi svo talað skýrar og sagst hafa lekið skjalinu. Hann gæti ekki meira af þessu.

Hanna Birna segir að þetta hafi verið mikið áfall og hún hafi verið undrandi og vonsvikin.

„Þetta var einstaklingur sem ég treysti. En þegar ég horfi til baka þá fann ég rosalega til með honum. Ég hafði einlægar áhyggjur af honum. Fyrir mér var þetta auðvitað það mikið áfall, en loksins skildi ég þó málið. Loksins var einhvern veginn púsluspilið komið fyrir framan mann,“ segir hún.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.
Hér má lesa umfjöllun Vísis um þáttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum