fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Anna ósátt við ríkið: Hegnt fyrir að vilja frekar dvelja á sólarströnd en í volæði á Íslandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir, íbúi á Tenerife, viðurkennir að henni hafi brugðið um áramótin þegar í ljós kom að persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega sem búsettir eru erlendis verður felldur niður frá og með næstu áramótum.

„Ég er sjálf í þeim hópi, komin á áttræðisaldurinn, orðin 72 ára og lifi góðu lífi á sólarströnd, nánar tiltekið á Tenerife, en nú skal mín hegnt fyrir ódæðið að vilja frekar dvelja á sólarströnd í ellinni en að lifa í eymd og volæði og moka snjó norður undir heimskautsbaug,“ segir Anna í pistli á Facebook-síðu sinni hvar hún heldur úti einskonar dagbók um lífið á Tenerife fyrir vini og fylgjendur sína.

„Ég viðurkenni vissulega að ég hefi það gott á þessari fallegu eyju, en af hverju þarf íslenska ríkið að gera slíka athugasemd við dvöl mína hér að svipta mig persónuafslættinum frá skatti?“

Anna segist elska Ísland en um leið setur hún ákveðinn fyrirvara við hollustu sína við landið.

„Bjarni Ben og ríkisstjórn hans undir forystu Katrínar Jakobsdóttur ákveður að ég sé minna virði en Íslendingar sem dvelja á Íslandi og ákveða því að ég eigi að greiða hærri gjöld til ríkissjóðs en þeir Íslendingar sem búa á Íslandi. Ég næ þessu ekki,“ segir Anna sem spyr hvort hún ætti ekki að greiða lægri gjöld til Íslands vegna dvalar sinnar erlendis og þar af leiðandi sé minni kostnaður vegna hennar.

„Það er vissulega til annar möguleiki sem er sá að greiða skatta til Spánar, en þá tapar íslenska ríkið skatttekjum. Viljum við það frekar?“

Anna er meðlimur í Félagi eldri borgara í Reykjavík og einnig meðlimur í Landssambandi eldri borgara. Kallar hún eftir því að þessi samtök beiti sér í málinu.

„Ég spyr í fúlustu alvöru? Ætla LEB og meðlimafélög þess að láta þetta viðgangast? Ég veit að LEB hefur eytt löngum stundum í að rífast við ríkið um einhverjar krónur við Tryggingastofnun ríkisins, en eru þau tilbúin til að taka slaginn og fá þessum ólögum breytt til hagsbóta fyrir okkur eldri borgarana? Ég hefi engar áhyggjur af Tryggingastofnun ríkisins enda vil ég sem minnst af þeim óskapnaði vita og læt mér nægja þann lífeyri sem ég fæ frá lífeyrissjóðum.“

Kallar hún að lokum eftir svörum frá þessum sömu félögum. „Hvað ætla þau að gera í þessum málum? Ef þau beita sér ekki af hörku gegn þessum nýju ólögum, geta þau lagt sig niður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1