fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Tómas Guðbjartsson birtir yfirlýsingu – „Fylgt mér í rúmlega 12 ár og valdið mér og fjölskyldu minni ómældum sársauka“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. janúar 2024 18:30

Tómas er í sjúkraleyfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, birti yfirlýsingu vegna plastbarkamálsins á Facebook nú síðdegis í dag. Hann segir umræðuna óvægna og frjálslega farið með staðreyndir.

„Undanfarið hefur aðkoma mín að fyrstu plastbarkaaðgerðinni á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011 verið á ný í fréttum. Umræðan hefur á köflum verið óvægin og stundum farið frjálslega með staðreyndir,“ segir Tómas og áréttar eftirfarandi.

„Ég hef ekki verið sendur í leyfi frá störfum á Landspítala, heldur hef ég fylgt eindregnum ráðum lækna og farið í sjúkraleyfi. Það geri ég bæði heilsu minnar vegna og með hagsmuni sjúklinga minna í huga. Í starfi hjarta- og lungnaskurðlæknis geta mistök í aðgerð auðveldlega ógnað lífi þeirra, en í þeim stormi sem hefur geisað undanfarið hef ég ekki haft þá einbeitingu sem starfið krefst. Stjórnendur á Landspítala hafa stutt þessa ákvörðun mína.“

Vitni hjá mörgum stofnunum

Tómas segist hafa verið kallaður inn sem vitni hjá tíu innlendum og erlendum rannsóknaraðilum vegna plastbarkamálsins. Þar á meðal rannsóknarnefndum Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð og sænsku lögreglunnar. Einnig óháðri rannsóknarnefnd Landspítala og Háskóla Íslands. Páll Hreinsson hafi skilað ítarlegri skýrslu árið 2017 frá HÍ.

„Nafn mitt kemur oft fyrir í öllum þessum skýrslum, enda ákvað ég að eigin frumkvæði að afhenda öll gögn sem ég hafði undir höndum til sænsku lögreglunnar, þegar hún hóf formlega rannsókn á störfum Paolo Macchiarini fyrir tæpum áratug síðan. Gögnin innihalda m.a. nákvæma tímalínu og persónulega tölvupósta, og hafa verið lykilheimildir við að upplýsa málið. Að afhenda slík gögn var ekki sjálfgefið, enda afhjúpuðu þau í sumum tilvikum ófullkomin vinnubrögð af minni hálfu,“ segir Tómas.

Hvatvís og fyrirferðamikill

Tómas segist hafa verið opinn í samskiptum við fjölmiðla á undanförnum árum, það sé liður í starfi hans sem prófessor í skurðlæknisfræði.

„Ég hef einnig lagt í vana minn að svara fjölmiðlum þegar til mín hefur verið leitað. Þetta hefur greinilega orkað tvímælis hjá sumum kollegum mínum og ég mun taka þá gagnrýni til greina,“ segir Tómas. „Ég er mannlegur, oft á tíðum fyrirferðamikill og hvatvís, en eflaust líka hégómlegur, ekki síst þegar ég hef komið fram í fjölmiðlum til að ræða málefni sem standa hjarta mínu nærri. Ég hef þó ávallt, og eftir bestu vitund, reynt að greina rétt frá staðreyndum.“

Ómældur sársauki

Tómas segist biðjast afsökunar á þeim atriðum í þessu máli sem betur hefðu mátt fara og sneru að hans störfum sem læknir og fræðimaður. Einnig hversu langan tíma það hafi tekið að sjá í gegnum Macchiarini og þann blekkingar vef sem hann skóp.

„Þetta mál hefur nú fylgt mér í rúmlega 12 ár og valdið mér og fjölskyldu minni ómældum sársauka, sársauka sem mun fylgja mér ævina á enda. Meiri er þó vitaskuld sársauki og missir ekkjunnar og barnanna tveggja, sem mér verður ítrekað hugsað til,“ segir Tómas að lokum og segist ekki ætla að svara fjölmiðlum í sjúkraleyfi sínu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Í gær

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“