Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu og vísar í yfirlýsingu frá Hezbollah.
„Þetta er mjög sársaukafullt. Það mun allt loga núna,“ segir heimildarmaður BBC.
Hezbollah-samtökin hétu hefndum eftir að Ísraelsmenn drápu hátt settan liðsmann Hamas, Saleh al-Aruri, í loftárás í Beirút í síðustu viku.
Líklegt verður að teljast að árás Ísraelshers í morgun verði ekki látin óátalin og muni virka sem olía á eldinn í samskiptum Ísraelsmanna við Hezbollah og ekki síður stjórnvöld í Íran sem eru bandamenn Hezbollah og Hamas.