fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Nafnlaus neyðarköll á Facebook ekki öll sem þau eru séð – Einstæður þriggja barna faðir á einum stað en par með tvö börn á öðrum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. janúar 2024 16:45

Nafnlausum neyðarköllum þar sem beðið er um innlagnir inn á Bónuskort hefur fjölgað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa tekið eftir því að aukning hefur verið á því að fólk auglýsi nafnlaust eftir matargjöfum á samfélagsmiðlum. Óskað er eftir því að lagt sé inn á inneignarkort í versluninni Bónus. Þegar nánar er að gáð sést að í einhverjum tilfellum getur verið að maðkur sé í mysunni.

„Góðan daginn. Nú er ég á þeim stað sem ég vill alls ekki vera væri til í að vera á hinum staðnum.“

Svona hefst færsla sem birt var í grúbbu á Facebook þann 13. október síðastliðinn. Færslan er nafnlaus en í henni segist viðkomandi vera einstæður faðir með þrjú börn. Hann hafi ekki getað borgað húsaleigu. Óskar hann eftir að fólk leggi inn á sig eða inn á Bónuskort.

Þann 12. desember birtist svo önnur færsla. Þar sem vísað er á sama Bónuskort. Nú er hins vegar sagt að um par sé að ræða sem sé með tvö börn, 7 og 11 ára.

„En ef einhver getur séð af smá aur þá er ég með rkn numer sem væri frábært uppa skógjafir og jólagjafir fyrir krakkana,“ segir í færslunni sem er einnig nafnlaus.

Þegar yfirlit kortsins er skoðað sést að 83 þúsund hafa safnast inn á það á rétt rúmu ári. Hugsanlegt er að kortið hafi verið auglýst í fleiri skipti.

Eftir miklu að slægjast

Misvísandi upplýsingar sem þessar benda til þess að um sé að ræða svik. Það er að viðkomandi aðili segi ekki rétt frá vegna þess að hann þurfi ekki á aðstoð að halda eða þá að ástæðurnar þess að hann eigi ekki fyrir mat séu fólgnar í öðru, svo sem í fíkn.

Engin leið er fyrir almenning að vita hvað sé satt þar sem færslurnar eru nafnlausar, en stjórnendur samfélagsmiðlagrúbba fá hins vegar nafnlausar færslur til umsagnar áður en þær fá að birtast. Óvíst er hversu grannt þær eru skoðaðar.

Vitað er að mikið getur safnast af fé með auglýsingum af þessu tagi. DV hefur upplýsingar um að nokkur hundruð þúsund krónur hafi safnast á stuttum tíma inn á Bónuskort eftir nafnlaust neyðarkall á samfélagsmiðlum. Því er eftir miklu að slægjast fyrir óprúttna aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum