fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Heldurðu að þú þjáist af streitu? – Þetta eru einkennin

Fókus
Laugardaginn 6. janúar 2024 09:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Streita er eitthvað sem mikið hefur verið rætt og ritað um undanfarin ár víða um heim. Það getur ýmislegt orsakað streitu og hún getur haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu þess vegna er svo mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum hennar. Í nýlegri umfjöllun Danska ríkisútvarpsins, DR, voru einkenni streitu og áhrif þeirra einmitt tekin fyrir.

Þar segir að fólk þurfi ekki nauðsynlega að hafa áhyggjur af því að fá einhver af þessum einkennum en að það sé gott að vera meðvitaður um þau.

Streita meðal Dana er sögð fara vaxandi sem meðal annars má sjá í því að þeim fjölgar sem skora hátt á streituprófum.

Það er sálfræðingurinn Malene Friis Andersen sem gerir grein fyrir einkennum streitu. Þau eru:

Streita getur verið eðlileg

Andersen segir nokkrar gerðir af streitu til. Gera verði greinarmun á tímabundinni streitu og langtíma streitu. Lítill svefn vegna tímabundins álags geti valdið streitu hjá öllum. Hún segir fólk almennt geta höndlað tímabundna streitu en að það verði að vera meðvitað um áhrif langtíma streitu.

Svefnvandamál og þreyta

Fólk sem þjáist af streitu á oft erfitt með að sofna. Líkaminn er fullur af adrenalíni og hugurinn á fleygiferð. Þegar loks tekst að sofna vaknar fólk oft um miðja nótt áður en fullum svefni er náð. Andersen segir að það sé ekki áhyggjuefni ef svefnvandamál af þessu tagi standi í eina til tvær vikur. Ef þau standa hins vegar lengur þá sé best að leita sér aðstoðar. Hún segir að erfiðleikar með svefn geti leitt til þess að önnur einkenni streitu versni.

Minnistap og erfiðleikar við að einbeita sér

Andersen segir að fólk geti ekki munað allt og heldur ekki verið með hámarks einbeitingu allan daginn en nauðsynlegt sé að vera meðvitaður um þegar minnistap og einbeitingarskortur séu farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf manns. Hún hafi til dæmis haft skjólstæðinga sem hafi verið að aka bíl en gleymt hvert þeir voru að fara. Aðrir gleymi hvaða fótstig í bílnum er hvað. Andersen segir einnig frá einum skjólstæðingi, sem er móðir, en hún útbjó einn daginn ekki nesti í skólann fyrir börnin sín af því hún mundi ekki hvernig átti að gera það.

Dæmi um alvarleg áhrif einbeitingarskorts sé að vera lengur en venjulega að ljúka verkefnum í starfi sínu af því að viðkomandi geti ekki einbeitt sér að verkefninu.

Fyrir afleiðingum af þessu tagi verði fólk að vera vakandi.

Breytingar á hegðun

Streita getur haft áhrif á hegðun fólks en misjafnlega eftir einstaklingum.

Innhverft fólk sem glímir við streitu getur t.d. orðið stutt í spuna í tilsvörum.

Félagslynt fólk sem glímir við streitu getur farið að draga sig í hlé og forðast augnsamband við annað fólk.

Andersen segir þess vegna mikilvægt að vera meðvituð um eigin hegðun og sinna nánustu.

Óþolinmæði

Andersen segir að sumir segi að streita verði til þegar ójafnvægi myndist á milli markmiða sem fólk þarf að ná og þess sem það er raunverulega fært um.

Þá taki óþolinmæði oft völdin. Fólk kenni þá oft öðrum um og telji sig verða fyrir sífelldum truflunum.

Andersen segir að óþolinmæði sé einkenni sem geti skaðað sambönd þeirra sem haldnir eru streitu við annað fólk. Hún segir að fólk fari að horfa á sambönd við annað fólk sem hindrun en að tengsl við aðra séu eitt það besta sem hægt sé að gera fyrir andlega heilsu sína.

Óþolinmæði til skamms tíma sé eðlileg en þegar hún verði viðvarandi í samskiptum manns við annað fólk sé tími til kominn að staldra við og leita sér aðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt