fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Tveir létust í bílslysi á Grindavíkurvegi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. janúar 2024 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti fyrir stuttu á Facebook-síðu sinni að tveir einstaklingar hafi látist í umferðarslysi sem varð á Grindavíkurvegi á tólfta tímanum í dag.

Í tilkynningunni segir að embættið hafi slysið til rannsóknar.

Tilkynnt hafi verið um slysið til Neyðarlínunnar um klukkan 11:35 og hafi viðbragðsaðilar farið strax á vettvang. Tvö ökutæki hafi verið utan vegar þegar lögregla og viðbragðsaðilar komu að. Ökumaður og farþegi annars ökutækisins hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi.

Rannsókn lögreglu sé á frumstigi en miði að því að upplýsa um tildrög slyssins. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafi verið upplýst um slysið og Tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu fengin til að aðstoða við vettvangsrannsókn. Grindavíkurvegi hafi verið lokað um tíma á meðan vettvangsrannsókn hafi farið fram en vegurinn hafi verið opnaður á ný.

Mikil hálka hafi verið á slysstað, en veðuraðstæður góðar. Unnið sé að því að tilkynna aðstandendum um slysið og veiti lögreglan ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta