fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Mun Tómas Logi bjarga Bessastöðum næst? – „Alvarlega að íhuga kosti og galli“ 

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 21:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitamaðurinn Tómas Logi Hallgrímsson segist alvarlega íhuga að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hann sér fram á að nálgast kosningabaráttuna með óhefðbundnum hætti en er enn að meta kosti og galli. 

Tómas Logi er í björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði og hefur undanfarin misseri nýtt vettvang sinn á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á því hvernig sjálfboðaliðar sveitanna mæta gjarnan skítkasti og leiðindum í starfi.

Seinasta sumar var hann til aðstoðar við gosstöðvarnar og sagðist þá hafa verið kallaður ýmsum nöfnum, og borinn þungum sökum af þeim sem kærðu sig ekki um afskipti – þó þau væru í öryggisskyni. Hann var kallaður vitlaus, sakaður um mannréttindabrot, kallaður krakkaskítur, fáviti og aumingi. Annað eins upplifði hann um jólin 2022 þegar hann var úti í stormi og hríð að aðstoða vegfarendur í sjálfheldu.

Auðvitað séu þetta undantekninga tilvik og flestir ánægðir með björgun.

Nú í nóvember gegndi Tómas stöðu aðgerðarstjórnanda í stjórnstöð almannavara í jarðhræringunum í Grindavík. Við það tilefni sagðist hann aldrei hafa vitað annað eins á sínum 19 árum á útkallslista björgunarsveitanna. Sjálfboðastarfið taki stundum á.

Nú gæti svo farið að næsta björgun Tómasar fari fram á Bessastöðum en hann skrifar á Facebook í dag:

„Kæru landsmenn. Það staðfestist hér með að ég er alvarlega að íhuga kosti og galla þess að bjóða mig fram til forseta Íslands. Þessi yfirlýsing er táknræn fyrir mögulegt framboð þar sem ég sé ekki fram á að geta fjármagnað kostnaðarsamar auglýsingar í fjölmiðlum, heldur myndu samfélagsmiðlar koma sterkir inn. Ykkar. Kjullibangsi.“

Hann sagði í samtali við Landsbjörg í óveðrinu 2022 að björgunarsveitin væri hans köllun. Sumir fari á sjóinn, en hann fór í björgunarsveitina til að fylgja í fótspor móður sinnar. Þegar hann er ekki í björgunarstarfi færir hann ljós í líf annarra, enda rafvirki að mennt. Það sé ekki alltaf tekið með sældinni að sinna björgunarstörfum en tilgangurinn helgi meðalið.

„Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta allt ert fyrir fólkið i landinu.,“ sagði Tómas Logi sem sagði bestu launin vera þakklæti.

„Þess vegna er ég björgunarsveitarmaður. Eitt lítið takk eða bros. Það er það sem ég tek með mér heim.“

Sjá einnig: Tómas Logi var sakaður um mannréttindabrot við störf sín – „Ég var kallaður helvítis fáviti“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti