fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Maður á níræðisaldri efast um að hann sé faðir sonar síns

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag er birt tilkynning um stefnu vegna máls sem maður á níræðisaldri hefur höfðað gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og syni þeirra til vefengingar á faðerninu.

Eiginkonan fyrrverandi er einnig á níræðisaldri og er eins og maðurinn búsett á höfuðborgarsvæðinu en sonur þeirra sem er á sextugsaldri býr erlendis.

Í stefnunni segir að maðurinn geri þá kröfu að viðurkennt verði fyrir dómi að hann sé ekki faðir mannsins sem skráður er sem sonur hans.

Enn fremur segir að konan hafi fætt soninn á meðan hún og maðurinn voru enn gift en að maðurinn hafi frá upphafi „af ýmsum ástæðum“ efast um að hann væri faðir sonarins. Maðurinn hafi tjáð syninum og móður hans að hann hafi viljað að gerð yrði mannerfðafræðileg rannsókn til að skera úr um faðernið en að hvorugt þeirra hafi viljað liðka fyrir því að slík rannsókn gæti farið fram.

Í stefnunni kemur fram að maðurinn byggi kröfur sínar á því að sem skráður faðir sonarins eigi hann lögvarinn og óskilyrtan rétt á að krefjast mannerfðafræðilegrar rannsóknar til að fá úr því skorið hvort hann sé faðir sonarins eða ekki. Maðurinn hafi frá fæðingu sonarins haft efasemdir, sem hann telji réttmætar, um að hann sé faðirinn og hvorki sonurinn né móðirin hafi viljað aðstoða við að taka af allan vafa um þau efni. Þá telji maðurinn þá einörðu afstöðu mæðginanna að neita með öllu að taka þátt í mannerfðafræðilegri rannsókn, til að skera úr um hvort hann sé faðirinn, benda til að efasemdir hans séu réttmætar.

Með málshöfðuninni krefst maðurinn þess að gerð verði mannerfðafræðileg rannsókn á lífsýnum úr honum sjálfum, fyrrverandi eiginkonu hans og manninum sem skráður er sem sonur hans.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í næsta mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“