fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Epstein-skjölin opinberuð: „Clinton vill þær ungar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 07:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulunni hefur verið svipt af nöfnum nokkurra af þeim einstaklingum sem voru samstarfsmenn og grunaðir vitorðsmenn kynferðisbrota- og athafnamannsins Jeffrey Epstein.

Í umfjöllun Guardian kemur fram að þó að einstaklingar séu nafngreindir í umræddum skjölum þýði ekki að þeir hafi haft rangt við eða séu grunaðir um refsiverða háttsemi.

Meðal einstaklinga sem nefndir eru í skjölunum eru Andrés prins og Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Skjölin sem um ræðir eru hluti af dómskjölum í máli gegn Ghislaine Maxwell en hún var dæmd í tuttugu ára fangelsi í lok árs 2021, meðal annars fyrir að tæla ólögráða stúlkur í kynlífsmansal og flytja þær á milli landa.

Skjölin sem nú eru birt varða meðal annars vitnisburð Johönnu Sjoberg sem var tvítug að aldri þegar hún var ráðin nuddari Jeffrey Epstein. Hún hafði enga reynslu af því að starfa sem nuddari og segir að hún hafi verið þvinguð til kynferðislegra athafna með Epstein.

Í skjölunum kemur fram að Epstein hafi sagt henni árið 2016 að „Clinton vildi þær ungar“ og er það vísun í ungar stúlkur.

Bandaríkjaforsetinn fyrrverandi hefur sagt að hann hafi ekki vitað um skelfileg afbrot Jeffrey Epstein og samskipti þeirra hafi verið lítil sem engin á þessari öld. Hann viðurkenndi þó að hafa ferðast í einkaþotu auðmannsins á sínum tíma. Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að nafn Clintons birtist 50 sinnum í þeim skjölum sem hafa verið birt.

Andrés prins er einnig nefndur í skjölunum og í þeim er meðal annars vísað í heimsókn hans á einkaeyju auðmannsins þar sem Epstein hefur verið sakaður um að misnota fjölda stúlkna.

Í vitnisburði Ghislaine Maxwell er hún spurð að því hvort hún hafi verið viðstödd þegar Andrés heimsótti Epstein á eyjuna. Hún kvaðst aðeins muna eftir einni heimsókn prinsins og engar stúlkur eða konur hafi verið á eyjunni, að undanskildu starfsfólki Epsteins.

Sjoberg segir í vitnisburði sínum að nokkrir frægir einstaklingar hafi heimsótt Epstein, þar á meðal Michael Jackson og töframaðurinn David Copperfield.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“