fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Bragi ósáttur við Landsbankann: „Computer says no – Lokað og læst“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bragi Guðmundsson, 75 ára eftirlaunaþegi, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Landsbankann og sakar hann raunar um aldursfordóma.

Hann segir frá þessu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag en upphaf málsins má rekja til þess þegar hann opnaði heimabanka sinn á dögunum og ætlaði að borga erlendan reikning.

„Nú var það allt í einu ekki hægt, „computer says no“. Lokað og læst,“ segir hann í grein sinni. Úr varð að hann hafði samband við Landsbankann og spurði hverju sætti. Fékk hann svar frá bankanum í tölvupósti sem hann birtir í greininni.

„Það sem veld­ur þessu er ör­ygg­is­ráðstöf­un bank­ans. Nú í lok nóv­em­ber var lokað á er­lend­ar milli­færsl­ur hjá viðskipta­vin­um sem eru yfir 70 ára aldri þar sem að sá hóp­ur fólks er lík­legri en ann­ar til þess að lenda í fjár­svik­um. Ef að þú ósk­ar eft­ir því að þetta verði opnað hjá þér máttu endi­lega segja okk­ur stutt­lega frá færsl­unni, hvert hún er að fara og hver viðtak­and­inn sé. Þessi ráðstöf­un er ekki gerð í nein­um öðrum til­gangi nema að reyna allt sem í okk­ar valdi stend­ur til þess að vernda viðskipta­vini bank­ans. Ef þú hef­ur þörf á frek­ari aðstoð, ekki hika við að hafa sam­band.“

Bragi kveðst hafa gert sér ferð í bankann og þar tók á móti honum þjónustufulltrúi sem hafði ekki heyrt um þessa 70 ára reglu bankans. Að lokum tókst að millifæra þessi pund og greiða umræddan reikning í Bretlandi.

„Það var ákveðinn létt­ir. Þjón­ustu­full­trú­inn rukkaði svo 1.900 krón­ur fyr­ir veitta þjón­ustu. Sagðist myndu senda kvitt­un í tölvu­pósti ásamt af­riti af milli­færsl­un­um. Það er ókomið,“ segir hann en kveðst velta fyrir sér hversu mörg þúsund reikningseigenda Landsbankans eru 70 ára eða eldri.

„Lands­bank­inn er að mínu mati kom­inn dá­lítið hressi­lega yfir mörk­in varðandi fyr­ir­hyggju og að draga fólk í dilka, mis­muna fólki á grund­velli ald­urs. Hvort það stenst lög verða aðrir að meta. Bank­inn virðist hins veg­ar meta alla viðskipta­vini sína komna yfir 70 ára ald­ur sem ófæra um að stunda eðli­leg bankaviðskipti með eigið fé. Viðkom­andi þarf að gera grein fyr­ir því fyr­ir fram hvert hann vill senda greiðslu, fyr­ir hvað er verið að greiða, nafn viðtak­anda o.s.frv. Bank­inn mun þá eft­ir at­vik­um gefa leyfi sitt fyr­ir milli­færsl­unni eða ekki. Ein­mitt, líkt og seg­ir í ára­móta­s­kaup­inu 1984: „Viltu þá ekki sjá á mér brjóst­in líka?“

Bragi segir að lokum að þau sem eru svo lánsöm að verða löggiltir eldri borgarar sætti sig illa við að þurfa að sæta aldursfordómum sem þessum og sértækri meðferð bankans. Þarna hafi stjórnendur bankans gert mistök sem þeim ber að lagfæra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“