fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Krefjast þess að lögreglan rannsaki hvarf Henry – Laminn af Íslendingi hina örlagaríku nótt

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 14:30

Fjölskylda og ættingjar þrýsta á lögregluna að rannsaka málið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinir og fjölskylda hins horfna Henry Alejandro Jiménez Marín söfnuðust saman á nýársdag í spænsku borginni Torrevieja til að þrýsta á rannsókn málsins. Einkaspæjari fjölskyldunnar segir að íslenskur glæpamaður hafi ráðist á Henry rétt áður en hann hvarf.

Fimm ár eru síðan Henry hvarf, á nýársnótt árið 2019. Hann var af kólumbískum ættum en var búsettur á Torrevieja á Spáni og leigði íbúð með íslenskum manni. Partí var í íbúðinni á nýársnótt þar sem kom til átaka og hvarf Henry eftir það.

„Hinir svokölluðu vinir hans sögðu að hann hefði horfið eftir að maður í íbúðinni lamdi hann. Það er sorglegt að eftir allar þær upplýsingar sem við höfum veitt lögreglunni í Pilar de la Horadada að þeir hafi ekkert gert fyrir son minn,“ sagði Gina Marín, móðir hans, við dagblaðið The Leader.

Vinir og fjölskylda Henry mættu með skilti og plaggöt á Plaza de la Constitución torgið í Torrevieja til að minna á hvarf hans og þrýsta á lögregluna. Ekkert hefur miðað áfram í rannsókninni.

„Eftir fimm ár eru einu svörin sem ég fæ frá lögreglunni þau að fyrst það er ekkert lík þá sé enginn glæpur,“ sagði Gina og beygði af. „Lögreglan lítur á það sem sjálfsagðan hlut að sonur minn sé dáinn en þeir segjast ekki geta gert neitt við þann sem lamdi hann. Þeir segja mér að vera ekki að eyða tímanum í að setja upp plaggöt út af syni mínum. En þeir eru búnir að grafa málið ofan í skúffu í Alicante.“

Níu horfðu á og mynduðu árásina

Að sögn Ginu voru fjölmargir viðstaddir í partíinu þegar Henry varð fyrir líkamsárásinni.

Henry hvarf fyrir fimm árum.

„Það voru níu manns að horfa á þegar hann var laminn. Þeir tóku árásina upp á símana sína og svo gleypir jörðin hann? Þessir svokölluðu vinir sem voru þarna, leyfum þeim að snerta hjörtu sín og játa hvað þeir gerðu syni mínum. Þeir hjálpuðu þeim sem lamdi hann,“ sagði Gina.

Sagði hún að það hafi verið ættingjar Henry sem hafi fengið þessa vini til að viðurkenna að árásin hafi átt sér stað. Lögreglan hafi ekki einu sinni hringt í þá.

Íslendingur með sakaferil að baki

Fjölskyldan hefur einnig leitað til einkaspæjara til þess að reyna að komast að afdrifum Henry. Hann hefur skaffað lögreglunni upplýsingar um geranda líkamsárásarinnar en svo hefur ekkert meira gerst.

Sjá einnig:

Íslendingur tengdur dularfullu mannshvarfsmáli á Spáni:„Stenst ekki að bróðir minn hafi horfið af yfirborði jarðar“

Um sé að ræða Íslending sem eigi sakaferil að baki á Íslandi. Þetta hafi íslenskir blaðamenn sannreynt. Gina sagði að vinirnir hafi sagt að Henry hafi hlaupið burtu eftir líkamsárásina. Hins vegar hafi ekki sést tangur né tetur af Henry í eftirlitsmyndavélakerfum í nágrenninu og enginn séð hann biðja um hjálp.

Nokkrum dögum eftir árásina fór Íslendingurinn aftur heim til Íslands.

„Því miður virkar réttlætið ekki í þessu máli, rannsóknin er lömuð,“ sagði Gina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum