fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Guðni varpar ljósi á hvað tekur við eftir að hann hættir sem forseti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 08:00

Guðni Th. Jóhannesson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti nokkuð óvænt í nýársávarpi sínu að hann hygðist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi eftir að hans annað kjörtímabil rennur út.

Guðni er doktor í sagnfræði og kenndi við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands áður en hann tók við embætti forseta árið 2016. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Guðna um þá ákvörðun hans að láta gott heita og hvað tekur við hjá honum.

Guðni segir að nú taki við nýr kafli en enn sé óljóst hvað nákvæmlega tekur við. Hann hefur þó ákveðna hugmynd um það.

„Ég býst þó við að snúa aftur til fræða- og rannsóknarstarfa í sagnfræðinni og hlakka til þess. Vel má vera að eitthvað annað muni líka heilla hugann en við sjáum bara hvað setur,“ segir Guðni.

Hann segist stíga sáttur frá borði enda hefur hann notið mikils stuðnings þjóðarinnar á þeim tæpu átta árum sem hann hefur verið í embætti.

 „Alla mína forsetatíð hef ég fundið fyrir velvilja, stuðningi og hlýhug fólksins í landinu. Ef við horfum út í heim er ekki sjálfgefið að kjörinn þjóðhöfðingi njóti slíks og því er ég innilega þakklátur. Að láta af embætti nú er í anda þeirra orða að hætta beri leik þá hæst fram fer. Ég er sáttur og hlakka til þess sem framtíðin ber í skauti sér,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta