fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Akraneskaupstaður fimmfaldaði verðmiðann í heita sundlaug – „Þetta er ekki gert af mannvonsku“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 17:30

Haraldur segir mikinn halla á rekstrinum ástæðuna fyrir hækkuninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akraneskaupstaður fimmfaldaði verðmiðann í sundlaugina Guðlaugu um áramótin. Stakur miði fyrir 18 ára og eldri kostar nú 2.500 krónur en kostaði 500 krónur fyrir áramót.

Þá hækkar verðmiðinn fyrir eldri borgara úr 200 krónum í 1.250. Áfram verður þó ókeypis fyrir börn í laugina.

Guðlaug er ekki hefðbundin íslensk sundlaug heldur heit laug á þremur hæðum, staðsett í grjótgarðinum á Langasandi. Þar er heit setlaug og grunn vaðlaug ásamt tækjarými og útisturtum. Laugin var reist árið 2018 með styrkjum úr minningarsjóði Jóns Gunnlaugssonar útvegsbónda og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur húsmóður þegar hann var lagður niður.

Nokkur gremja hefur verið á meðal íbúa Akraness á samfélagsmiðlum vegna verðhækkunarinnar, sem nemur 500 prósentum. Hafa margir lýst því yfir að þeir hyggist ekki venja komur sínar meira í Guðlaugu. Bærinn sé að breyta lauginni í túristalaug.

25 milljón króna halli

„Þetta er ekki gert af mannvonsku heldur þurfum við að horfa í reksturinn okkar,“ segir Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness.

Hann bendir á að reksturinn á Guðlaugu hafi kostað bæinn 33 milljónir króna á síðasta ári en aðgangseyririnn hafi aðeins skilað 8 milljónum.

Í upphafi var ókeypis í laugina og til stóð að hafa lágmarks tilkostnað við rekstur og byggingu Guðlaugar.

„Reynslan hefur sýnt að það er heilmikið sem þarf að sinna þessu mannvirki, halda því við og reka það,“ segir Haraldur.

Haraldur segir að það hafi ekki verið ætlunin að breyta lauginni í túristalaug. Hins vegar hafi hún hingað til verið mjög vel sótt af ferðamönnum. Þeir séu vanalega um 80 prósent gesta. „Þetta varð þannig sé ákveðinn túristastaður,“ segir hann.

Það sé hins vegar spurning hvort sveitarfélagið ætti yfir höfuð að vera að reka sundlaug af þessu tagi. Akraneskaupstaður hafi hins vegar ekki tekið neina ákvörðun um að selja reksturinn.

Segjast stilla hækkunum í hóf

Í nýrri tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar segir að bæjarstjórn fylgist náið með viðræðum Samtaka atvinnulífsins og landssambanda og stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Akraneskaupstaður muni ekki láta sitt eftir liggja ef samið verður á grundvelli þjóðarsáttar.

„Undangengin ár hefur bæjarstjórn Akraness lagt áherslu á að stilla gjaldskrárhækkunum í hóf, enda hafa gjaldskrár bæjarins hlutfallslega lækkað og hækkuðu t.d. ekki í fyrra barnafjölskyldum til heilla,“ segir þar. „Eigi að síður vill bæjarstjórn með þessari yfirlýsingu lýsa sig reiðubúna til að taka upp og endurskoða gjaldskrárhækkanir, verði af þjóðarsátt allra þeirra aðila sem nefndir eru hér að ofan.“

Brött hækkun

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS, tekur undir að þessi hækkun í Guðlaugu sé brött. Þó hafi hann heyrt frá bænum að áfram verði hægt að kaupa árskort í laugarnar, þar á meðal Guðlaugu, á sambærilegu verði og áður.

Vilhjálmur segir hækkunina bratta.

Vilhjálmur segir að nú sé reynt að koma á þjóðarsátt og halda öllum kostnaðarhækkunum í lágmarki.

„Akraneskaupstaður hefur gefið það út að hann sé tilbúinn að fara í þá vegferð þegar og ef það skýrist að menn geti komið sér saman um hófstillta kjarasamninga. Að sjálfsögðu yrði þetta eitt af þeim atriðum sem verður átt samtöl um. Það eru allar gjaldskrár undir í því og sveitarfélögin verða kölluð að þessu borði þegar þetta liggur fyrir,“ segir Vilhjálmur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu