fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Ísbjörn drapst úr fuglaflensu – Fyrsta þekkta tilfellið

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 10:30

Bangsi fannst dauður nálægt bænum Utqiagvik í norður Alaska. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýralæknar í Alaska fylki í Bandaríkjunum hafa staðfest að ísbjörn sem fannst dauður hafi drepist úr fuglaflensu. Þetta er í fyrsta skipti sem ísbjörn finnst dauður af völdum fuglaflensu.

Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu.

Hræið fannst nálægt bænum Utqiagvik í norðurhluta fylkisins í október síðastliðnum. Það var Bob Gerlach, yfirdýralæknir Alaska, sem tilkynnti alþjóða dýraheilbrigðisstofnuninni, WOAH, að fuglaflensa hefði drepið björninn þann 6. desember.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ísbjörn greinist með fuglaflensu nokkurs staðar,“ sagði Gerlach.

Venjuleg fæða ísbjarna eru selir en líklegast þykir að þessi ísbjörn hafi smitast af sýktu fuglshræi eða einhverju sem það snerti. Ekki er víst að björninn hafi endilega þurft að éta hræið til þess að smitast.

„Ef fugl drepst úr þessu getur veiran lifað í umhverfinu í þó nokkurn tíma, sérstaklega í köldu umhverfi,“ sagði Gerlach.

Í skunkum og selum

Þrátt fyrir að hafa fundist í spendýrum telur bandaríska sóttvarnarstofnunin, CDC, enn þá litlar líkur á að fuglaflensa ógni mannfólki. Auk ísbjarnar hefur fuglaflensa fundist í selum, skunkum, fjallaljónum, rauðrefum, þvottabjörnum og höfrungum.

Sjúkdómurinn hefur hins vegar borist hratt um margar tegundir villtra fugla og alifugla á undanförnum misserum. Meðal annars hefur faraldurinn valdið miklum skaða í hænsna og kalkúnabúum í Norður Ameríku og Evrópu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári