fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Fimm atriði sem munu halda áfram að breytast í vinnunni á árinu 2024

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímarnir breytast og mennirnir með. Sem dæmi er hugmyndin um vinnu frá 9-17 að verða barns síns tíma, ef marka má helstu hneigðir (e. trends) í fjarvinnu fyrir árið 2024, að mati Forbes tímaritsins. Drifkrafturinn á bak við slíka hugarfarsbreytingu er sögð tækni. Þá hefur öldrun þjóða og aukinn skilningur á umhverfisþáttum einnig áhrif.

Í greininni segir að árið 2024 muni hugmyndir fólks um vinnutíma taka enn hraðari breytingum og má það einkum rekja til aukinnar notkunar á gervigreind. Notkun á gervigreind hefur um hríð verið fyrst og fremst í notkun í hátæknifyrirtækjum en nú munum við sjá notkun hennar færast yfir í aðrar atvinnugreinar og gjörbreyta viðhorfum sem hafa verið við lýði um áratugi.

Gervigreind

Gervigreind er líklega stærsta breytingin. Því hefur verið haldið fram að hún muni ekki taka yfir störf fólks heldur frekar að fólk sem geti notað gervigreind muni taka yfir störf þeirra sem munu ekki geta nýtt sér hana. Lausnir til notkunar á gervigreind hafa þróast hratt og geta nú aukið skilvirkni í nánast hvaða starfi sem er. Hins vegar er mikilvægt að átta sig á takmörkunum gervigreindar; hvar hún endar og hvar mannleg sköpunargáfa, samúð og nýsköpun tekur við.

Dreifðari vinnustaðir

Eitt af því sem breyttist með COVID-19 var fjarvinna. Margir telja að fjarvinna geti skapað aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs og stuðlað að auknum afköstum starfsfólks, án þess að sóa tíma og fjármunum í ferðum til og frá vinnu. Fleiri munu velja blandaða vinnu (e. Hybrid Work) árið 2024 og eiga þess kost á að blanda saman teymisvinnu eða fjarvinnu eftir því sem hentar.

Sjálfbær vinna

Margir telja að sjálfbærni sé lykilatriði hvað varðar vinnu framtíðarinnar; hvernig draga megi úr áhrifum okkar á umhverfið. Til þess að svo sé hægt þarf að endurskoða marga hluti atvinnulífsins, að mati Forbes, allt frá því hvar við vinnum, innleiðingu ferla, hvernig draga má úr sóun og aukna endurvinnslu og endurnýtingu.

Gagnadrifin vinna

Nú hafa gögn áhrif á alla þætti vinnunnar; allt frá framleiðnimælingum til upplýsinga sem notaðar eru til að taka betri ákvarðanir og innleiða skilvirkari ferla. Þú þarft ekkert að vera einhver sérfræðingur í gagnadrifnum kerfum eða lausnum heldur miklu frekar skilja hvernig gögn geta aðstoðað þig og tryggt yfirsýn yfir verkefni dagsins. Um leið skiptir máli að geta nýtt sér lausnir sem auðvelda vinnuna, eins og til dæmis Excel.

Lýðfræðilegar breytingar

Staðreyndin er sú að vestrænar þjóðir eldast, flutningar fólks milli landa aukast og stjórnendur horfa í auknum mæli á fjölbreytileika í starfsliði sínu. Þessar breytingar fela í sér að hefðbundið stigveldi og hugmyndir fyrra ára eru að mörgu leyti komnar út um gluggann, að sögn Forbes. Aukin áhersla er á jafnlaunastefnu og þættir eins og aldur, kynþáttur eða menntunarstig verður minni hindrun í framþróun. Þeir sem eru sveigjanlegir fyrir slíkum breytingum munu ekki líða verkefnaskort í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“