fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Ekki ómálefnalegt að ætlast til að fólk mæti í vinnuna í máli manns sem sakaði RÚV um mismunum vegna fötlunar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umsækjandi um stöðu prófarkalesara og málfarsráðunauts hjá RÚV taldi sér hafa verið mismunað vegna fötlunar, þegar hann hlaut ekki ráðningu.

Leitaði hann til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að RÚV hafi ekki gerst brotlegt í málinu.

Kemur fram í úrskurði að starfið hafi ekki verið auglýst heldur hafði kæranda verið boðið í starfsviðtal fyrir milligöngu Vinnumálastofnunar sem hluti af verkefninu atvinna með stuðning. Kærandi var boðaður í viðtal, en heyrði svo ekki meira frá RÚV þrátt fyrir að hafa verið lofað að vera upplýstur um ákvörðun stofnunarinnar. Taldi kærandi að þarna hafi fötlun hans orðið til þess að hann varð af starfinu.

Kemur fram að um hlutastarf var að ræða, en starfsviðtal hafi ekki gengið vel. Kærandi hafði tekið fram að hann þyrfti næði í starfi og helst vildi hann fá að sinna starfinu í fjarvinnu. Sæmilegt næði sé nauðsynlegt við prófarkalestur og beri yfirmönnum að tryggja slíkt. Ljóst væri að kærandi þyrfti næði og vinnuálag við hæfi vegna fötlunar en ekki stöðugt áreiti frá fréttastofu, sem er við hliðina á prófarkarlestursrými, en kærandi sagði slíkt fyrirkomulag kvíðavaldandi og til þess fallið að framkalla ófagleg vinnubrögð.

RÚV tók fram að ekki hafi staðið til að fjölga prófarkalesurum, en engu að síður hafi kærandi verið boðaður í viðtal. Þar hafi kærandi tekið fram að hann væri ekki tilbúinn til að vinna í opnu vinnurými og undir því álagi sem óhjákvæmilega fylgdi starfinu. Óskaði kærandi sérstaklega eftir að fá að sinna starfinu í fjarvinnu. RÚV tók fram að eðli starfsins vegna þurfi prófarkalestur að fara fram á vinnustöð auk þess sem málfarsráðuneytar þurfa að vera í miklum samskiptum við aðra starfsmenn stofnunarinnar. Ljóst hafi verið af viðtalinu að þetta myndi ekki ganga upp. RÚV ræddi í kjölfarið símleiðis við Vinnumálastofnun og greindi frá niðurstöðu sinni, og taldi RÚV að Vinnumálastofnun myndi greina kæranda frá, þar sem öll samskipti höfðu átt sér stað fyrir milligöngu Vinnumálastofnunar.

Kærunefnd tók fram að enginn annar var boðaður í viðtal eða ráðinn í stað kæranda. Ljóst sé af svörum RÚV að kærandi hafi ekki hentað til starfsins en hvorki sé óheimilt eða ómálefnalegt að ætlast til þess að starfsmenn geti mætt á vinnustöð til að sinna starfi sínu. Fyrir misskilning hafi RÚV ekki tilkynnt kærða ákvörðun sína beint, en það leiddi þó ekki til þess að lög teldust brotin.

Því var niðurstaðan sú að RÚV braut ekki gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári