fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Egill á ekki von á að Guðni verði frekur til fjörsins – Skorað á Björgvin Pál að bjóða sig fram

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. janúar 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þjóðþekkti sjónvarpsmaður Egill Helgason velti fyrr í dag, á Facebook síðu inni, fyrir sér þeirri ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar að láta af embætti forseta Íslands þegar yfirstandandi kjörtímabil hans rennur út 1. ágúst næstkomandi. Egill á ekki von á því að mikið muni fara fyrir Guðna eftir að hann lætur af embætti. Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að hann hafi fengið áskoranir um að bjóða sig fram í forsetakosningunum í sumar.

Egill segir að við þessa ákvörðun Guðna muni samkvæmisleikur fara í gang um hver muni taka við. Margir verði nefndir til sögunnar ekki síst vegna þess hversu hlutverk forseta Íslands sé óljóst:

„Mjög margir verða nefndir og spurðir hvort þeir vilji eða ætli að fara í forsetaframboð. Þetta er vegna þess hversu starfslýsingin er óljós og hlutverk forsetans á reiki. Og líka vegna þess að forsetaembættið skiptir ekki svo miklu máli.“

Eins og fram hefur komið í fréttum fjölmiðla í dag er þegar farið að nefna mögulega arftaka til sögunnar. Skorað hefur verið á Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra að bjóða sig fram og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra neitaði því í samtali við mbl.is að hún hygðist bjóða sig fram.

Sjá einnig: Skorað á Lilju Alfreðsdóttur að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta greindi frá því fyrr í dag á Facebook-síðu sinni að skorað hefði verið á hann að bjóða sig fram en hann hafi ekki tekið neina ákvörðun um það:

„Til þess að svara spurningunni sem strax er farinn að banka uppá hjá mèr úr ýmsum áttum þá hef èg ekki tekið neina ákvörðun um hvort èg ætli að sækjast eftir embætti forseta Íslands frá og með næsta sumri. Eina sem èg veit er að èg á eftir að sakna Guðna og Elizu.“

Egill Helgason tekur undir með Björgvini Páli að það verði söknuður að Guðna:

„Hann hefur verið manneskjulegur og vænn forseti, frjálslyndur og víðsýnn en líka alþýðlegur – áhugamaður um íþróttir. Boðskapur hans hefur yfirleitt verið góður og jákvæður. Hann snýr nú aftur til sinna sagnfræðirannsókna – sem er visst fagnaðarefni. Þar á hann sannarlega heima.“

Verði ekki jafn fyrirferðarmikill og Ólafur Ragnar og Vigdís

Egill segist ekki eiga von á því að jafn mikið muni fara fyrir Guðna eftir að hann lætur af embætti og hefur farið fyrir forvera hans, Ólaf Ragnari Grímssyni, eftir að hann yfirgaf Bessastaði og forvera Ólafs, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrst eftir að hún vék úr embættinu:

„Það er heldur ekki líklegt að Guðni verði jafn frekur til fjörsins og fyrirrennarar hans sem eru á lífi – hann er ekki þeirrar gerðar að hann þrýsti á um að settar verði á laggirnar stofnanir sem bera nafn hans eða ætli sér að gegna einhverju sérstöku hlutverki í framtíðinni umfram sagnfræðinni.“

Egill bendir að lokum á að embættisfærslur forseta lýðveldisins hafi verið misjafnar. Guðni hafi helst fylgt fordæmi Kristjáns Eldjárns fremur en Ólafs Ragnars og að það verði án efa hluti af umræðunni um hver eigi að taka við af Guðna hvernig næsti forseti muni haga störfum sínum. Hvort viðkomandi muni horfa meira til Ólafs Ragnars en Guðna, eða ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Í gær

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar