fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025
Fréttir

Íslendingur í kosningaeftirliti Rússa á hernumdu svæði – Gæti orðið fyrir þvingunum

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. september 2023 20:00

Að sögn Rússa tekur Íslendingur þátt í kosningaeftirliti í héraðinu Kherson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur tekur þátt í kosningaeftirliti hjá Rússum í hernumda hluta Kherson héraðs. Þetta segir Marina Sakaróva, yfirmaður kjörnefndar héraðsins. Íslensk stjórnvöld sendu engan fulltrúa og fordæma allar gervikosningar á hernumdum svæðum.

„Alþjóðlegir sérfræðingar frá Brasilíu, Indlandi, Íslandi, Spáni, Mósambík og Hollands eru að koma til okkar,“ sagði Sakaróva við rússneska ríkisfjölmiðilinn Tass í gær.

Sagði hún að framkvæmd kosningabaráttunnar væri krefjandi en að sérfræðingarnir myndu votta gagnsæi og lögmæti kosninganna.

Kosningarnar hófust í dag og standa yfir fram á sunnudag, 10. september. Kosið er í til þings í fjölmörgum héröðum Rússlands, bæði til héraðsþinga og um einstaka þingsæti Dúmunnar, landsþingsins í Moskvu. Þá er einnig kosið um þó nokkuð marga héraðsstjóra.

Íslenskum stjórnvöldum óviðkomandi

„Íslensk stjórnvöld fordæma allar gervikosningar sem haldnar eru á hernumdum svæðum Úkraínu,“ segir Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. „Sá gjörningur sem nú á sér stað í Kherson hefur ekkert gildi, enda eru umræddar „kosningar“ í trássi við alþjóðalög eins og allur stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu. Þar af leiðandi gefur augaleið að íslensk stjórnvöld hafa ekki sent fulltrúa til að sinna neins konar eftirliti.“

Íslensk stjórnvöld hafa ekki sent neinn til að sinna kosningaeftirliti og fordæma allar gervikosningar. DV/Hanna

Ægir segir að þetta mál sé íslenskum stjórnvöldum algerlega óviðkomandi og muni utanríkisráðuneytið ekki tjá sig frekar um það hvort íslenskir ríkisborgarar séu sagðir stunda „eftirlit“ með téðum „kosningum.“

Ekki viðurkennt á alþjóðavettvangi

Kosið er í öllum fjórum héröðunum sem Rússar innlimuðu á síðasta ári eftir héraðsatkvæðagreiðslur sem fordæmdar hafa verið á alþjóðavísu. Þetta eru Kherson, Saporísja, Donetsk og Lúhansk.

Tilkynntar niðurstöður voru þær að yfirgnæfandi meirihluti, yfir 87 til 99 prósent, hefðu samþykkt innlimum Rússlands. En greint var frá því meðal annars að atkvæðum hefði verið safnað af vopnuðum hermönnum sem gengu á milli húsa. Þá er aðeins hluti héraðanna, minnihluti í tilfelli Saporísja, á valdi Rússa. Eftir atkvæðagreiðslurnar náðu Úkraínumenn svo Kherson borg og stórum hluta héraðsins aftur á sitt vald.

Til stóð að kjósa um innlimum Karkív og Mikolaív héraða einnig en Rússar stjórnuðu aðeins mjög litlum hluta þeirra héraða.

Voru héröðin fjögur innlimuð snögglega í kjölfar þessara atkvæðagreiðslna en alþjóðasamfélagið hefur ekki viðurkennt niðurstöðurnar eða hin nýju landamæri sem Rússar hafa teiknað upp.

Úkraínumenn hafa hvatt íbúa til að sniðganga kosningarnar og ekki taka mark á yfirlýstum niðurstöðum þeirra. Enda séu þær einungis gerðar sem áróðurstæki fyrir Kreml. Margir frambjóðendur koma ekki frá héröðunum sjálfum heldur Rússlandi og allir eru þeir hliðhollir hernámi Rússa.

Íslendingur gæti lent í þvingunum

Vestræn ríki hafa einni fordæmt kosningarnar í hernumdu héröðunum. Anthony Blinken, utanríkisráðherra, Bandaríkjanna sagði til dæmis að Rússar væru að stunda gervikosningar.

Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að kosningaeftirlitsfólk á vegum Rússa gæti átt þvinganir yfir höfði sér. Mynd/Getty

„Rússa sýna meginreglu sáttmála Sameinuðu þjóðanna algera lítilsvirðingu með þessum aðgerðum. Svo sem virðingu fyrir fullveldi ríkja og landhelgi sem er undirstaða öryggis og stöðugleika á alþjóðavettvangi,“ sagði Blinken í yfirlýsingu á vef bandaríska stjórnarráðsins.

Sagði hann að Bandaríkin myndu aldrei nokkurn tímann viðurkenna kröfur Rússa á landsvæði Úkraínu.

„Við minnum alla þá sem styðja gervikosningar Rússa í Úkraínu, þar á meðal þá sem þykjast stunda „kosningaeftirlit“, að þeir gætu átt von á að verða fyrir þvingunum og takmörkunum á vegabréfsáritunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Norðurkóreskir hermenn sagðir beittir þrýstingi til að svipta sig lífi

Norðurkóreskir hermenn sagðir beittir þrýstingi til að svipta sig lífi
Fréttir
Í gær

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump