fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Alvarlegur upplýsingaleki úr Lágafellsskóla – Viðkvæmar upplýsingar um nemendur rötuðu á Snapchat

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. september 2023 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sá atburður átti sér stað í Lágafellsskóla í dag að persónuupplýsingar um ákveðinn hóp nemenda rötuðu á samfélagsmiðilinn Snapchat. Upplýsingarnar hafði kennari skráð í minnisbók sem komst í hendur nemanda. Nemandinn tók myndir af umræddum upplýsingum og sendi á vinahóp,“ segir í tölvupósti sem Lísa Greipsson, skólastjóri Lágafellsskóla, hefur sent á foreldra tiltekins hóps nemenda í 8. bekk Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.

Tildrög málsins eru þau að nemanda vantaði stílabók til að skrifa í og lét kennari hann fá A5 stílabók sem kennarinn virðist hafa álitið að væri ónotuð. En í bókinni voru þrjár blaðsíður þéttskrifaðar af viðkvæmum athugasemdum um hóp nemenda í skólanum. Samkvæmt heimildum DV brugðust skólastjórnendur við dreifingu upplýsinganna af nokkurri hörku og gerðu nemendum ljóst að þeir væru að fremja lögbrot með dreifingu upplýsinganna. DV hefur jafnframt heimildir um að hluti þeirra upplýsinga sem finna mátti í stílabókinni hafi verið mjög viðkvæmar og persónulegar og snertu meðal annars fjölskylduhagi nemendanna og ýmis persónuleg vandamál þeirra.

Áðurnefndur tölvupóstur skólastjórans mun eingöngu hafa verið sendur á foreldra nemendanna sem urðu fyrir upplýsingalekanum. Í póstinum segir:

„Um leið og ljóst var að þetta hafði átt sér stað var umræddum nemanda gert að eyða skilaboðunum í von um að koma í veg fyrir mikla dreifingu. Rætt var við alla nemendur sem fengu skilaboðin og þeir beðnir um að eyða skilaboðunum sömuleiðis. Fylgst var með hjá hverjum og einum nemanda að skilaboðunum væri eytt bæði úr smáforritinu sjálfu sem og úr myndum símans. Einhverjir nemendur höfðu þó áframsent skilaboðin þá þegar og því ekki hægt að tryggja með óyggjandi hætti að þau dreifist ekki víðar.“

Samkvæmt heimildum DV draga sumir foreldrar og nemendur mjög í efa að atburðarás í kjölfar lekans hafi verið með nákvæmlega þeim hætti sem lýst er hér að ofan. Ekki hafi verið fylgst með hjá hverjum og einum nemanda sem í hlut átti að nemandinn hafi eytt skilaboðunum.

Í póstinum kemur ennfremur fram að málið verði tilkynnt til Persónuverndar og viðurkennt er að meðferð gagna hafi verið ábótavant og ekki í samræmi við reglur skólans. Segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og verði tekið upp með starfsfólki og farið vandlega yfir með hvaða hætti gögn skuli vistuð til að tryggja örugga varðsveislu þeirra.

Ennfremur segir:

„Við hörmum innilega að þessi gögn hafi farið í dreifingu og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að nemendur fái þá hjálp sem þeir þurfa sem og að tryggja að  þetta gerist aldrei aftur.“

DV hefur sent fyrirspurn á Lísu Greipsson, skólastjóra Lágafellsskóla, og óskað eftir frekari upplýsingum um málið sem og almennt um meðferð persónuupplýsinga við skólann. Ekki barst svar frá henni á meðan á vinnslu fréttarinnar stóð. Fréttin verður uppfærð með svörum skólastjórans ef þau berast.

Uppfært kl. 13: Von er á svörum frá skólastjóra Lágafellsskóla síðar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“