Skiptum er lokið í þrotabúi bakarans og veitingamannsins Jóhannesar Felixsonar, sem betur er þekktur sem Jói Fel. Lýstar kröfur í búið voru um 201 milljónir króna en alls fengust 117,2 milljónir króna greiddar upp í þær.
Veitingamaðurinn var úrskurðaður persónulega gjaldþrota í apríl 2021 en það gerðist í kjölfar þess að rekstrarfélag í hans eigu, sem rak bakarí og kaffihús undir merkjum Jóa Fel, var úrskurðað gjaldþrota í september 2020.
Gjaldþrotabeiðnin kom frá Lífeyrissjóði verslunarmanna sem lagði fram kröfuna um gjaldþrotaskipti vegna ógreiddra iðgjalda í lífeyrissjóðinn heilt ár aftur í tímann.