fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Ábyrgðarbréf Atla lá í tólf daga í skúffu – Smjattpattar Sjálfstæðisflokksins hafi rústað Póstinum

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 7. september 2023 14:00

Atli kennir Sjálfstæðismönnum um að selja alla bestu bitana út úr Póstinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Thor Fanndal, framkvæmdastjóri íslandsdeildar Transparency International, kennir Sjálfstæðisflokknum um það sem hann kallar eyðileggingu Póstsins. Ábyrgðarbréf hans til Noregs lá í tólf daga í skúffu.

„Nú er það þannig að þú getur ekki sent bréf til Noregs án þess að það bíði í tólf daga í skúffu. Við getum ekki einu sinni sent slysalaust til Norðurlandanna,“ segir Atli um stöðu Póstsins sem hann vill meina að hafi verið eyðilagður viljandi. Borgaði hann um 2 þúsund krónur fyrir sendingu ábyrgðarbréfsins þann 24. ágúst og enn sé það ekki komið á leiðarenda.

Atli segist ekki óánægður með starfsfólkið eða þjónustulund þess. Ekki sé upp á starfsfólkið að klaga. En geta stofnunarinnar sé sífellt að veikjast enda hafi rekstrargrundvellinum verið kippt undan henni.

„Það er eitt sem Sjálfstæðisflokkurinn hatar umfram allt annað, vel fúnkerandi og vinsælar stofnanir eins og Pósturinn var einu sinni,“ segir Atli.

Smjattpattar seldu bestu bitana

Samfara innreið internetsins og fækkun sendibréfa hafi aðrar þjóðir farið í að breyta pósthúsum. Samþætta þau bankaþjónustu eða gera þau að nokkurs konar sendiskrifstofu ríkisvaldsins.

„Hér var farin sú leið að senda einhverja smjattpatta þarna inn og rústa batteríinu,“ segir Atli.

Pósturinn hefur meðal annars selt dótturfélögin Frakt flutningsmiðlun, Gagnageymsluna og Samskipti á undanförnum árum. Atli segir að eftir að góðu bitarnir hafi verið seldir út úr fyrirtækinu standi eftir grunnþjónustan sem ein og sér standi ekki undir sér og verði sífellt verri.

Atli segir póstþjónustuna í Gvatemala betri en hér. Mynd/Getty

„Þegar ég og þú eða börnin okkar stofna fyrirtæki, bakarí eða fjölmiðil eða hvað sem það nú er, er farið út í nýsköpun til að gera það. Þegar Sjálfstæðismenn eða börnin þeirra ætla að stofna fyrirtæki þarf að rústa stofnunum og einkavæða heilbrigðiskerfið. Pósturinn er ekki allt í einu orðinn lélegur, hann var eyðilagður og það tók þá tíu ár,“ segir Atli.

Bjarni sendi Svanhildi

Nú hefur Pósturinn heyrt undir innviðaráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um nokkurt skeið. Atli segir það ekki stóra málið. Sjálfstæðisflokkurinn hafi haldið um rekstur ríkisins í mjög langan tíma og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu eiginlega „sitthvor rasskinnin.“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi sent aðstoðarmann sinn, Svanhildi Hólm Valsdóttur í stjórn Póstsins á sínum tíma.

Eins og í Gvatemala

Að lokum nefnir Atli að staða póstþjónustu á Íslandi sé ekki ósvipuð og í Gvatemala. „Það hefur aldrei verið byggð upp póstþjónusta á Gvatemala,“ segir hann. „Það er eitt af fáum löndum sem hefur ekki gert það. Þjónustustigið þar er þó líklegast hærra en hjá okkur.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg