fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Rafrænir tímar innleiddir í ákærubirtingu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. september 2023 10:22

Dómsmálaráðuneytið er til húsa í Borgartúni 26 í Reykjavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðuneytið hefur kynnt, í samráðsgátt stjórnvalda, áform um breyta ákvæðum réttarfarslöggjafar er varða stafræn miðlun gagna og stafræna birtingu gagna. Þar á meðal stendur til að gera það leyfilegt að birta ákærur með rafrænum hætti.

Í reifun ráðuneytisins á áformunum segir að víða í réttarfarslöggjöf sé enn gert ráð fyrir því að gögn séu send eða afhent á pappírsformi eða í tilteknum fjölda eintaka, að þau séu undirrituð eða árituð með eigin hendi o.s.frv. Þá sé í lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, meðal annars áskilið að ákæra sé birt af lögreglumanni, fangaverði eða öðrum starfsmanni ellegar af stefnuvotti nema hún sé birt á dómþingi af dómara. Gildandi lög geri ráð fyrir að ákæra sé birt á pappírsformi og hún í kjölfarið afhent dómara á pappírsformi ásamt birtingarvottorði. Um kvaðningu vitna og birtingu dóma fari eftir sömu reglum ef ekki tekst að birta með öðrum hætti. Þá geri lög um gjaldþrotaskipti ráð fyrir því að kröfulýsingar á hendur þrotabúi séu afhentar skiptastjóra skriflega. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafi sá áskilnaður verið túlkaður sem svo að átt sé við pappírsform.

Segir enn fremur að áformað sé að breyta réttarfarslöggjöf þannig að hún standi ekki í vegi fyrir því að unnt sé að miðla gögnum stafrænt á milli stofnana réttarvörslukerfisins og skýrt verði kveðið á um með hvaða hætti birta megi tiltekin gögn sem áskilja strangan birtingarhátt að gildandi lögum um meðferð sakamála fyrir borgurunum á stafrænan hátt. Í þessu skyni sé áformað að gera réttarfarslöggjöfina hlutlausa um afhendingarmáta gagna, heimila meðal annars notkun rafrænna undirskrifta, auk þess að heimila stafræna birtingu ákæra og annarra skjala við meðferð sakamála sem nú krefjast tiltekins birtingarmáta.

Það er ekki gert ráð fyrir því að frumvarpið hafi í för með sér aukin útgjöld eða hafi að öðruleyti áhrif á fjárhag ríkissjóðs. Þó er áætlað að kostnaður vegna pappírsnotkunar innan réttarvörslukerfisins minnki nokkuð auk þess sem kostnaður vegna umsýslu, þar á meðal við
birtingar, minnki. Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi fjárhagsáhrif á sveitarfélög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
Fréttir
Í gær

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna